Brann vann í kvöld 2-0 sigur á Deportivo La Coruna í UEFA-bikarkeppninni. Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrra mark Brann úr vítaspyrnu.
Bæði mörk Brann komu í fyrri hálfleik en auk Ólafs Arnar voru þeir Kristján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson í byrjunarliði Brann. Birkir Már Sævarsson var á varamannabekk Brann.
Leikurinn fór fram í Noregi en Brann er þó í góðri stöðu fyrir síðari viðureign liðanna.
Þá vann Rosenborg nokkuð óvæntan 2-1 sigur á Bröndby í Danmörku í kvöld. Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby.
Góður sigur Brann á Deportivo
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti




„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn