Spákaupmaðurinn 28. maí 2008 00:01 Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira