Spákaupmaðurinn 28. maí 2008 00:01 Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Gömlu karlarnir Hann var góður í fyrradag, ellilífeyrisþeginn Bob Dylan. Sá gamli. Eins og alltaf. Hef nú farið á þetta sjö tónleika með karlinum í gegnum tíðina og með bestu plöturnar í Æfóninum. Fyrstu tónleikarnir eðlilega í grámóskulegu reykkófi fyrir einhverjum tuttugu árum og geymdir í gruggugri fortíð. En alltaf hefur hann verið góður, þessi bogni karlskröggur með hattinn og rámu röddina. Töffari fram í fingurgóma. Þegar tónleikunum lauk og karlinn stóð á sviðinu, baðaður í sviðsljósinu ásamt bandinu, datt mér aðeins einn maður í hug: Björgólfur gamli Guðmundsson. Enda jafnaldrar, 67 ára - löggiltir ellilífeyrisþegar. Töffarar, jafn flottir í tauinu og aftur komnir á hátindinn á ferlinum. Það getur ekki annað en dalað úr þessu, fyrir aldurs sakir, myndi ég segja. Assgotinn, hugsaði ég yfir viskíglasinu heima og hlustaði til skiptis á Highway 61 Revisited, Time out of Mind og aðrar perlur. Gott viskí, góðar plötur og fletti í gegnum netbankann á Lansavefnum. Fantafínir tónleikar. Auðvitað löngu búinn að gleyma því sem kom á milli. Og þá er ég að tala um mig, sem hef gleymt öllum leiðinlegu plötunum hans Bobba, Bob, sem hefur gleymt leiðinlegu árunum, og Björgólf, sem vill áreiðanlega ekki muna eftir gjaldþrotinu og öllu sem fylgdi á eftir Hafskipsmálinu. Enda hörmung - og þá er ég líka að tala um garmana sem Dylan gaf út í einhver tuttugu ár þar til Time out of Mind kom út. Ég er sjálfur á hátindinum núna. Kominn í hæstu hæðir. Og mun bara klífa hærra enda reikna ég ekki með að hrapa niður líkt og aðrir. Ég passa mig. Það þarf útsjónarsemi. Sýn á hlutina, skáldagáfu, þekkingu á góðu viskíi og hæfileika til að drjúpa á glasi á réttum tíma. Hannes Smára og þið hinir - allir fjárfestarnir þarna úti sem hafið farið flatt á skakkaföllum á markaði! Þið munuð koma aftur. Munið bara eftir Bob og Bjögga og þetta kemur. Sjáumst. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira