Órafmögnuð tónlistarhátíð 26. ágúst 2008 04:15 Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur skipuleggur tónlistarhátíðina sem verður haldin á Rósenberg um helgina. Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Svavar Knútur Kristinsson skipuleggur órafmagnaða tónlistarhátíð um helgina. Listamenn frá fimm löndum koma fram. Áhugasamtökin Undercover Music Lovers ætla að halda órafmagnaða tónlistarhátíð á nýopnuðum Café Rósenberg á laugardag og sunnudag. Á tónlistarhátíðinni verða átján atriði frá fimm löndum. Á meðal listamanna sem koma fram eru Toben Stock frá Þýskalandi, Owls of the Swamp frá Ástralíu, Kid Decker frá Bretlandi, Svavar Knútur, Helgi Valur, Bergþór Smári, Mike Pollock og Steini í Hjálmum. „Það er rosalega mikilvægt að eiga áhugasamtök sem eru að einbeita sér að því að efla samfélag tónlistarmanna, ekki bara hagsmunatengsl heldur tengsl vináttu og samstarfs á tónlistarsviðinu,“ segir Svavar Knútur, sem skipuleggur hátíðina. Að sögn Svavars eru nokkur hundruð manns meðlimir í Undercover Music Lovers, þar af yfir áttatíu hérlendis. „Við erum að vinna þetta út frá hugmynd um félagsauð. Við reynum að brúa bilin á milli ólíkra hópa og þjóða og byggja líka upp traustið og samböndin innanlands,“ segir hann. Undercover Music Lovers eru systrasamtök Hins alþjóðlega trúbadorasamsæris, sem stóð fyrr á þessu ári fyrir Ólympíuleikum trúbadora, þar sem fjórir trúbadorar frá þrem löndum ferðuðust um Ísland, Þýskaland og Holland og léku tónlist sína saman. Samtökin voru upprunalega stofnuð í Sydney og Melbourne í Ástralíu, en hafa ört fært út kvíarnar til Hamborgar og Reykjavíkur og bráðum New York. Frítt er inn á tónleikana um helgina, sem standa yfir frá klukkan 16 til 23 báða dagana.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira