Þjóð í hafti Þorsteinn Pálsson skrifar 29. nóvember 2008 07:00 Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans. Ákvæði laga um sjálfstæði Seðlabankans hefur vikið að hluta til með því að viðskiptaráðherra þarf nú að samþykkja haftareglur bankans. Í reynd hefur yfirstjórn bankans verið skipt milli forsætisráðuneytisins og ráðuneytis hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Það viðamikla nýja vald sem Seðlabankanum er fengið varðandi framkvæmd haftastefnunnar sýnir að bankastjórnin nýtur óskoraðs trausts til slíkra verka. Aðalhlutverk Seðlabankans er nú að stýra fjármála- og viðskiptaumhverfi sem í eðli sínu byggist á pólitískri mismunun. Þegar hefðbundnum aðferðum við stjórn peninga- og viðskiptamála er vikið til hliðar eins og gert hefur verið losnar ríkisstjórnin, meðan það ástand varir, við að taka á þeim vandamálum sem risið hafa vegna vantrausts á Seðlabankanum. Bankinn gegnir einfaldlega ekki lengur hlutverki sem kallar á traust. Allra athyglisverðast við nýju haftalöggjöfina er að henni fylgir ekki yfirlýsing um nein önnur áform í peningamálum eða um nýja framtíðarmynt. Skortur á slíkri stefnumörkun veldur því að með engu móti er unnt að ræða þessa skipan mála á þeirri forsendu að hún sé ákveðin til skamms tíma eða bráðabirgða. Kreppan sem hófst með verðbréfafallinu 1929 leiddi til hafta- og skömmtunarstjórnar á Íslandi í þrjá áratugi. Það tímabil hófst einmitt með tiltölulega einföldum og sakleysislegum reglum um skilaskildu á gjaldeyri. Smám saman varð haftareglukerfið flóknara og viðameira. Það þurfti að stoppa í göt á kerfinu. Höftin veiktu framleiðslugetuna. Takmörkuð verðmætasköpun kallaði síðan á meiri höft. Saga þrjátíuárahaftanna byrjaði með nákvæmlega sömu yfirlýsingum um skammtímaráðstafanir eins og fylgja þessum ákvörðunum. Pólitíska baksviðið var að því leyti líkt að menn komu sér ekki saman um nýja stefnu í peningamálum. Rökstuðningurinn fyrir höftunum þá var nákvæmlega sá sami og nú. Að auki er nú efnt til pólitískra deilna um flestar ákvarðanir nýju ríkisviðskiptabankanna. Það minnir óþyrmilega á sögur af viðskiptabankaháttum haftaáranna. Að einu leyti er þó verulegur munur á aðstæðum nú og í byrjun gömlu haftasögunnar. Í dag vitum við að þær ráðstafanir sem ráðherra hafta og gjaldeyrisskömmtunar hefur kynnt eru vegvísir að leiðinni til fátæktar. Spurningin er þá þessi: Dugar sú þekking til að koma í veg fyrir að nýju höftin verði að varanlegum veruleika? Svarið er óvissu undirorpið. Það ræðst af því hvort ríkisstjórnin kynnir ný áform í peningamálum eða ekki. Hugsanlega má líta svo á að nýju haftalögin feli í sér viðurkenningu ríkisstjórnarinnar á að krónan dugi ekki sem gjaldmiðill. Slík jákvæð túlkun á þessum gerningi festir þó tæpast rætur nema í kjölfarið fylgi yfirlýsing um trúverðuga framtíðarstefnu í peningamálum og ákvarðanir um yfirstjórn peningamála sem nýtur trausts heima og erlendis. Að þessu virtu sýnast nýju haftalögin að öðru óbreyttu auka á óvissuna. Á hana var ekki bætandi. Verðmæti haftakrónunnar verður alltaf falskt. Það er því kallað á framtíðarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að breyta ráðuneyti sínu í ráðuneyti hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Samhliða hefur Alþingi samþykkt að framselja Seðlabankanum vald til að stýra gjaldeyrisskömmtunarkerfi með öllum gömlu refsiheimildum haftaáranna. Skömmtunarstjórn verður nú aðalhlutverk bankans. Ákvæði laga um sjálfstæði Seðlabankans hefur vikið að hluta til með því að viðskiptaráðherra þarf nú að samþykkja haftareglur bankans. Í reynd hefur yfirstjórn bankans verið skipt milli forsætisráðuneytisins og ráðuneytis hafta og gjaldeyrisskömmtunar. Það viðamikla nýja vald sem Seðlabankanum er fengið varðandi framkvæmd haftastefnunnar sýnir að bankastjórnin nýtur óskoraðs trausts til slíkra verka. Aðalhlutverk Seðlabankans er nú að stýra fjármála- og viðskiptaumhverfi sem í eðli sínu byggist á pólitískri mismunun. Þegar hefðbundnum aðferðum við stjórn peninga- og viðskiptamála er vikið til hliðar eins og gert hefur verið losnar ríkisstjórnin, meðan það ástand varir, við að taka á þeim vandamálum sem risið hafa vegna vantrausts á Seðlabankanum. Bankinn gegnir einfaldlega ekki lengur hlutverki sem kallar á traust. Allra athyglisverðast við nýju haftalöggjöfina er að henni fylgir ekki yfirlýsing um nein önnur áform í peningamálum eða um nýja framtíðarmynt. Skortur á slíkri stefnumörkun veldur því að með engu móti er unnt að ræða þessa skipan mála á þeirri forsendu að hún sé ákveðin til skamms tíma eða bráðabirgða. Kreppan sem hófst með verðbréfafallinu 1929 leiddi til hafta- og skömmtunarstjórnar á Íslandi í þrjá áratugi. Það tímabil hófst einmitt með tiltölulega einföldum og sakleysislegum reglum um skilaskildu á gjaldeyri. Smám saman varð haftareglukerfið flóknara og viðameira. Það þurfti að stoppa í göt á kerfinu. Höftin veiktu framleiðslugetuna. Takmörkuð verðmætasköpun kallaði síðan á meiri höft. Saga þrjátíuárahaftanna byrjaði með nákvæmlega sömu yfirlýsingum um skammtímaráðstafanir eins og fylgja þessum ákvörðunum. Pólitíska baksviðið var að því leyti líkt að menn komu sér ekki saman um nýja stefnu í peningamálum. Rökstuðningurinn fyrir höftunum þá var nákvæmlega sá sami og nú. Að auki er nú efnt til pólitískra deilna um flestar ákvarðanir nýju ríkisviðskiptabankanna. Það minnir óþyrmilega á sögur af viðskiptabankaháttum haftaáranna. Að einu leyti er þó verulegur munur á aðstæðum nú og í byrjun gömlu haftasögunnar. Í dag vitum við að þær ráðstafanir sem ráðherra hafta og gjaldeyrisskömmtunar hefur kynnt eru vegvísir að leiðinni til fátæktar. Spurningin er þá þessi: Dugar sú þekking til að koma í veg fyrir að nýju höftin verði að varanlegum veruleika? Svarið er óvissu undirorpið. Það ræðst af því hvort ríkisstjórnin kynnir ný áform í peningamálum eða ekki. Hugsanlega má líta svo á að nýju haftalögin feli í sér viðurkenningu ríkisstjórnarinnar á að krónan dugi ekki sem gjaldmiðill. Slík jákvæð túlkun á þessum gerningi festir þó tæpast rætur nema í kjölfarið fylgi yfirlýsing um trúverðuga framtíðarstefnu í peningamálum og ákvarðanir um yfirstjórn peningamála sem nýtur trausts heima og erlendis. Að þessu virtu sýnast nýju haftalögin að öðru óbreyttu auka á óvissuna. Á hana var ekki bætandi. Verðmæti haftakrónunnar verður alltaf falskt. Það er því kallað á framtíðarstefnu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun