Jón Karl skoraði með lærinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 14:04 Jón Karl Björnsson (9) og Halldór Ingólfsson með bikarinn um helgina. Jón Karl vísaði í markið sitt þegar hann tók við bikarnum með því að láta hann „skoppa“ af lærinu áður en hann lyfti honum á loft. Mynd/Daníel Jón Karl Björnsson lauk ferlinum sínum sem leikmaður með því að verða Íslandsmeistari með Haukum. Hann hélt upp á það með því að skora mark úr víti með lærinu. Það er síðasta mark hans á ferlinum. Jón Karl er afar örugg vítaskytta og í leiknum gegn Aftureldingu um helgina skoraði hann mark úr víti með því að láta boltann skoppa af lærinu, yfir markvörð Aftureldingar og í markið. Þetta gerðist þegar skammt var til leiksloka. Rúv var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá upptöku af honum á heimasíðu Rúv. Markið má sjá með því að smella hér en það kemur þegar um það bil 39 mínutur og 45 sekúndur eru liðnar af upptökunni. „Ég er nú búinn að vera að hugsa um þetta í 2-3 ár," sagði Jón Karl í samtali við Vísi. „Ég hef æft þetta annað slagið og þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel. Það var frábært að ljúka ferlinum á þessu." „Ég var búinn að minnast á þetta við nokkra aðila að ég ætti bara eftir að skora svona mark. Ég og Vignir (Svavarsson, fyrrum leikmaður Hauka) vorum alltaf að reyna að skora mark af lærinu í hraðaupphlaupum en það er öllu flóknara." „Ég var þó ekki að spá mikið í þessu fyrir þennan leik. Svo kom vítið og Addi (Arnar Pétursson) sagði mér að gera þetta. Það stóð ekkert endilega til." Haukar eiga eftir einn leik af tímabilinu en Jón Karl á ekki von á að spila í honum. „Væntanlega ekki. Það er nú ekki hægt að gera betur en að skora þetta mark," sagði hann í léttum dúr. Hann segist skilja sáttur við leikmannaferilinn en hann hefur alla tíð leikið með Haukum fyrir utan tvö ár sem hann lék með Fylki í Árbænum. Alls hefur hann unnið sex Íslandsmeistaratitla. „Ég er mjög sáttur enda ekki annað hægt. Ég verð þó eitthvað áfram hjá Haukunum og þjálfa yngri flokka til að byrja með. Ég sé svo til hvað verður." Haukar voru löngu búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Jón Karl segir þó ekki að tímabilið hafi verið létt. „Þetta spilaðist bara vel fyrir okkur. Það voru fimm lið að mínu mati sem hefðu alveg getað tekið þennan titil en þau fóru að vinna hvort annað á meðan að við kláruðum okkar leiki." Mikil umræða er innan handboltahreyfingarinnar hvort eigi að taka upp úrslitakeppnina á nýjan leik en Jón Karl er sjálfur á því að það eigi að gera. „Sjálfum fannst mér alltaf langskemmtilegast að spila í úrslitakeppninni. Úrslitaleikir eru allt öðruvísi og meira spennandi." Olís-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Jón Karl Björnsson lauk ferlinum sínum sem leikmaður með því að verða Íslandsmeistari með Haukum. Hann hélt upp á það með því að skora mark úr víti með lærinu. Það er síðasta mark hans á ferlinum. Jón Karl er afar örugg vítaskytta og í leiknum gegn Aftureldingu um helgina skoraði hann mark úr víti með því að láta boltann skoppa af lærinu, yfir markvörð Aftureldingar og í markið. Þetta gerðist þegar skammt var til leiksloka. Rúv var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá upptöku af honum á heimasíðu Rúv. Markið má sjá með því að smella hér en það kemur þegar um það bil 39 mínutur og 45 sekúndur eru liðnar af upptökunni. „Ég er nú búinn að vera að hugsa um þetta í 2-3 ár," sagði Jón Karl í samtali við Vísi. „Ég hef æft þetta annað slagið og þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel. Það var frábært að ljúka ferlinum á þessu." „Ég var búinn að minnast á þetta við nokkra aðila að ég ætti bara eftir að skora svona mark. Ég og Vignir (Svavarsson, fyrrum leikmaður Hauka) vorum alltaf að reyna að skora mark af lærinu í hraðaupphlaupum en það er öllu flóknara." „Ég var þó ekki að spá mikið í þessu fyrir þennan leik. Svo kom vítið og Addi (Arnar Pétursson) sagði mér að gera þetta. Það stóð ekkert endilega til." Haukar eiga eftir einn leik af tímabilinu en Jón Karl á ekki von á að spila í honum. „Væntanlega ekki. Það er nú ekki hægt að gera betur en að skora þetta mark," sagði hann í léttum dúr. Hann segist skilja sáttur við leikmannaferilinn en hann hefur alla tíð leikið með Haukum fyrir utan tvö ár sem hann lék með Fylki í Árbænum. Alls hefur hann unnið sex Íslandsmeistaratitla. „Ég er mjög sáttur enda ekki annað hægt. Ég verð þó eitthvað áfram hjá Haukunum og þjálfa yngri flokka til að byrja með. Ég sé svo til hvað verður." Haukar voru löngu búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Jón Karl segir þó ekki að tímabilið hafi verið létt. „Þetta spilaðist bara vel fyrir okkur. Það voru fimm lið að mínu mati sem hefðu alveg getað tekið þennan titil en þau fóru að vinna hvort annað á meðan að við kláruðum okkar leiki." Mikil umræða er innan handboltahreyfingarinnar hvort eigi að taka upp úrslitakeppnina á nýjan leik en Jón Karl er sjálfur á því að það eigi að gera. „Sjálfum fannst mér alltaf langskemmtilegast að spila í úrslitakeppninni. Úrslitaleikir eru allt öðruvísi og meira spennandi."
Olís-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira