Sport

Montgomery viðurkennir lyfjaneyslu

NordicPhotos/GettyImages

Bandaríski spretthlauparinn Tim Montgomery viðurkennir að hafa neytt ólöglegra lyfja á Olympíuleikunum í Sidney fyrir 8 árum.

Þetta kemur fram í þætti sem HBO sjónvarpsstöðin sýnir í kvöld.

Montgomery féll aldrei á lyfjaprófi á ferli sínum en viðurkennir að fyrir Olympíuleikana í Sidney hafi hann neytt stera og verðskuldi því ekki gullverðlaunin sem hann fékk fyrir sigur Bandaríkjamanna í 4x100 metra boðhlaupi.

Eftir að Montgomery var tengdur við BALCO lyfjafyrirtækið var heimsmet hans í 100 metra hlaupi þurkað út. Montgommerey situr nú á bak við lás og slá eftir að hafa verið dæmdur í 46 mánaða fangelsi fyrir aðild að lyfjahneksli sem tengist þjálfara hans Steve Riddick.

Hann rauf auk þess skilorð þegar hann var gripinn við sölu heróíns og á fyrir höndum fimm ára fangelsisdóm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×