Enn er leitað að Madeleine McCann, litlu stúlkunni sem hvarf í Portúgal í maí á síðasta ári. Nú beinar sjónir manna að Mallorca, en breskt par segist fullvisst um að þau hafi séð stúlkuna í för með tveimur konum. Parið fór á hótelið sitt, fóru á Netið og skoðuðu myndir af Madeleine og þá sannfærðust þau um að stúlkan sem þau sáu hafi verið Maddý.
Lögreglan á Mallorca hefur leitað á hótelum í nágrenninu og talsmaður McCann fjölskyldunnar hefur þakkað parinu fyrir að tilkynna um atvikið. Hann varaði þó við að fólk gerði sér of miklar vonir, því maroft hefur fólk talið sig sjá Madeleine á förnum vegi víðs vegar um heiminn, án árangurs.
Er Madeleine á Mallorca?
