Sport

Atvinnumennirnir okkar á Spáni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Auðunn Blöndal og Hermann Hreiðarsson við tökur á þáttunum.
Auðunn Blöndal og Hermann Hreiðarsson við tökur á þáttunum.

Nú standa yfir tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar. Tökulið þáttanna er á Spáni og mun næstu daga vinna að þáttum um handboltahetjuna Ólaf Stefánsson og fremsta fótboltamann Íslands, Eið Smára Guðjohnsen.

Á laugardagskvöld er einn allra stærsti leikur ársins í evrópskum fótbolta þegar Barcelona leikur gegn Real Madrid. Myndað verður í kringum þann leik en vonandi verður Eiður í byrjunarliði Börsunga.

Áætlað er að sýningar á Atvinnumennirnir okkar hefjist eftir rúman mánuð á Stöð 2 Sport. Í hverjum þætti er fylgst með einum íslenskum atvinnumanni. Auk Eiðs og Ólafs eru þættir um Emil Hallfreðsson, Hermann Hreiðarsson, Grétar Rafn Steinsson, Guðjón Val Sigurðsson og Loga Geirsson.

Auðunn Blöndal er umsjónarmaður þáttanna en Facebook-notendur geta fengið smá forsmekk af þeim. Hægt er að bæta þáttunum á vinalistann og sjá myndbandsbrot úr þáttunum, myndir bak við tjöldin og margt fleira. Tæplega þúsund manns eru skráðir á síðuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×