Sport

Hélt að sterarnir væru hörfræjaolía

Frjálsíþróttakonan Marion Jones veitti í vikunni sitt fyrsta viðtal eftir að hún lauk sex mánaða afplánun fyrir að bera ljúgvitni í lyfjahneyksli í Bandaríkjunum.

Jones var svipt fimm Ólympíuverðlaunum vegna lyfjanotkunar en hún hélt því fram í spjallþætti Oprah Winfrey að hún hefði getað unnið titlana án ólöglegra lyfja.

Jones lýsti því yfir í þættinum að hún væri hætt að keppa, en heldur enn fram sakleysi sínu. Hún sagðist hafa haldið að lyfin sem henni voru gefin hafi verið vítamín, bætiefni og hörfræjaolía.

Jones vann til fimm verðlauna á Ólympíuleikunum í Sidney árið 2000, þriggja gullverðlauna og tveggja bronsa. Hún var líka margfaldur heimsmeistari í spretthlaupum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×