Topplið 1. deildarinnar í handbolta mættust í kvöld í 32-liða úrslitum Eimskips-bikarsins. ÍR tók á móti Aftureldingu í Austurberginu og vann eins marks sigur.
25-24 urðu lokatölurnar og ÍR-ingar því komnir áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Valur, Selfoss og Grótta 2 komust í gær áfram. Leik ÍBV og Fram sem átti að verða í kvöld var frestað og fer fram annað kvöld.