Sport

Viktor og Ásdís fimleikafólk ársins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viktor og Ásdís. Mynd/fimleikasamband.is
Viktor og Ásdís. Mynd/fimleikasamband.is

Fimleikasamband Íslands tilkynnti í dag val á fimleikakonu og fimleikamanni 2008. Viktor Kristmannsson og Ásdís Guðmundsdóttir úr Gerplu urðu fyrir valinu.

Viktor hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á innlendum vettvangi undanfarin ár. Þetta árið vann hann fjölþrautina og einnig fimm áhöld af sex á Íslandsmótinu, en var í öðru sæti á stökki. Á Evrópumótinu í vor lenti hann í 13.sæti af 159 keppendum.

Ásdís hefur verið máttarstólpi í hópfimleikaliði Gerplu undanfarin ár. Hún á farsælan feril að baki og er Íslandsmeistari til margra ára.

Einnig var veittur farandbikar fyrir besta afrek ársins. Þann bikar vann hópfimleikalið Gerplu sem er núverandi Norðurlandameistari í hópfimleikum. Með öðru sæti á Evrópumótinu í október sýndu þær enn frekar styrk sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×