Mugison, Seabear og Borko munu koma fram á hinni virtu Popkomm í Þýskalandi. Popkomm er orðin ein af aðal sýningarhátíðum tónlistargeirans og koma um 400 listamenn fram á 25 tónleikastöðum í Berlín.
Það eru Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, Toutpartout umboðsskrifstofa, útgáfufyrirtækið Cargo og Morr Music sem sjá um kynningu listamannanna á hátíðinni, sem stendur frá 8. til 10. október. - kbs