Nýir tímar Jónína Michaelsdóttir skrifar 14. október 2008 07:00 Börn eru undursamlega vitur áður en þeim er kennt hvernig á að hugsa og bregðast við umhverfinu. Mig minnir að hún hún hafi verið þriggja ára, dóttir vinkonu minnar, þegar hún fékk eitt sinn brunasár á hendi. Hún grét auðvitað um stund en fór svo að leika sér eins og ekkert hefði í skorist. Móður hennar varð nokkuð um þegar hún sá skömmu síðar að stór blaðra þakti handarbak barnsins og spurði hvort þetta væri ekki sárt. Telpan gaf lítið út á það og hélt ótrufluð áfram sínu sýsli. Móður hennar var ekki rótt, hafði auga með henni og furðaði sig á því hvað barnið var ótruflað af þessu meini. Síðar um daginn kom hún að dóttur sinni þar sem hún sat í eigin heimi á gólfinu og lék sér. Brunablaðran á hendinni blasti við og hún spurði hvort hana kenndi virkilega ekki til. Nei, nei, ansaði barnið án þess að líta upp. Þetta hlýtur að vera vont! sagði vinkona mín með áherslu. Stúlkan leit upp til móður sinnar og brosti. „Já, já, þetta er vont, en það er miklu verra þegar ég hugsa um að það sé vont. Þess vegna er ég ekkert að hugsa um það," sagði hún glaðlega og hélt áfram að leika sér. Nýtt landnámÍ gjörningaveðrinu sem nú skekur hvern kima samfélagsins kviknar víða í tilfinningum sem að jafnaði er haldið í skefjum. Ótti, reiði og lamandi vanmáttur koma upp á yfirborðið, eins og við séum í ókunnu landi þar sem tungumálið er framandi og vegakerfið óskiljanlegt. Um leið er þetta spennandi ögrun. Nánast eins og nýtt landnám.Óvissan er yfirþyrmandi, þótt vel sé staðið að upplýsingamiðlun og hvers kyns stuðningi heitið, en í óvissunni geta líka falist óvænt tækifæri til vaxtar og sköpunar ef maður hræðist hana ekki. Tilfinningalegt öryggi er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns frá fyrstu til síðustu stundar, en öryggi á öllum sviðum getur hins vegar orðið að ósýnilegu virki, sem einangrar okkur frá hinu lifandi lífi, án þess að við veitum því athygli. Við ráðum engu um þessa atburðarás, en við ráðum hvernig við bregðumst við henni.Við tengjum stundum reiði við réttlæti og hrífumst jafnvel þegar menn missa vald á sér opinberlega í því sem okkur finnnst réttlát reiði. En virðinguna fær sá sem ráðist er á en heldur ró sinni og dómgreind óskertri í óbærilegri stöðu. Góðar gjafirRáðamenn þjóðarinnar hvetja fólk til að snúa bökum saman. Geyma uppgjör og reiði til betri tíma. Loforðin um að styrkja atvinnulífið og standa vörð um hagsmuni almennings ganga væntanlega eftir og daglegt líf og líðan manna fer smám saman í fastar skorður, en það verður ekki endilega eins og það var.Umtalsverð gengishækkun verður á fjölskyldulífi og vinafundum. Gjafir verða mun óvæntari og áhugaverðari. Kannski afmæliskort með kveðju þar sem fram kemur að gjöfin er pössun fyrir hjónin á laugardagskvöldi eða tiltekt í bílskúrnum, boð í fiskibollur á föstudegi fyrir fjölskyldu afmælisbarnsins, jólakaka, bökuð af gefandanum eða ljóð eftir fimm ára barnið á heimilinu. Hugmyndafluginu verða ekki settar neinar skorður og allir gleðjast.Nú er tími umhyggju og samstöðu, segir biskupinn okkar, og við skulum taka það alvarlega. Í samveru og samstöðu lærum við hvert af öðru. Eiginlega ætti þjóðin að fá hana Margréti Pálu, höfund og leiðtoga Hjallastefnunnar, sem fararstjóra inn í persónulega farsældartíð. Konuna sem hefur úthýst neikvæðum orðum og umtali í umhverfi sínu og fært börnum og fullorðnum þann hugarlétti sem því fylgir. Missi einhver út úr sér önugt orð eða illkvittið, er bara brosað og sagt: "Æ, æ, hann ruglaðist!" Við erum semsé að ruglast þegar við erum með ávirðingar, upphrópanir, yfirlýsingar og heitingar um ástandið og annað fólk.Enginn getur kennt Margréti Pálu við mærð eða óraunsæi. Þvert á móti. Og stefnan hennar er til vitnis um hvernig hægt er að gera daglegt líf sitt glaðara, streituminna og auðugra.Það er allt annað en þægilegt að brenna sig illa á tilboðum tilverunnar. En rétt eins og þriggja ára barnið benti á um árið, þá er það sýnu erfiðara ef við getum ekki slitið hugann frá því hvað það er sárt. Á meðan líða tækifæri dagsins framhjá og við missum af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Börn eru undursamlega vitur áður en þeim er kennt hvernig á að hugsa og bregðast við umhverfinu. Mig minnir að hún hún hafi verið þriggja ára, dóttir vinkonu minnar, þegar hún fékk eitt sinn brunasár á hendi. Hún grét auðvitað um stund en fór svo að leika sér eins og ekkert hefði í skorist. Móður hennar varð nokkuð um þegar hún sá skömmu síðar að stór blaðra þakti handarbak barnsins og spurði hvort þetta væri ekki sárt. Telpan gaf lítið út á það og hélt ótrufluð áfram sínu sýsli. Móður hennar var ekki rótt, hafði auga með henni og furðaði sig á því hvað barnið var ótruflað af þessu meini. Síðar um daginn kom hún að dóttur sinni þar sem hún sat í eigin heimi á gólfinu og lék sér. Brunablaðran á hendinni blasti við og hún spurði hvort hana kenndi virkilega ekki til. Nei, nei, ansaði barnið án þess að líta upp. Þetta hlýtur að vera vont! sagði vinkona mín með áherslu. Stúlkan leit upp til móður sinnar og brosti. „Já, já, þetta er vont, en það er miklu verra þegar ég hugsa um að það sé vont. Þess vegna er ég ekkert að hugsa um það," sagði hún glaðlega og hélt áfram að leika sér. Nýtt landnámÍ gjörningaveðrinu sem nú skekur hvern kima samfélagsins kviknar víða í tilfinningum sem að jafnaði er haldið í skefjum. Ótti, reiði og lamandi vanmáttur koma upp á yfirborðið, eins og við séum í ókunnu landi þar sem tungumálið er framandi og vegakerfið óskiljanlegt. Um leið er þetta spennandi ögrun. Nánast eins og nýtt landnám.Óvissan er yfirþyrmandi, þótt vel sé staðið að upplýsingamiðlun og hvers kyns stuðningi heitið, en í óvissunni geta líka falist óvænt tækifæri til vaxtar og sköpunar ef maður hræðist hana ekki. Tilfinningalegt öryggi er eitt af því mikilvægasta í lífi hvers manns frá fyrstu til síðustu stundar, en öryggi á öllum sviðum getur hins vegar orðið að ósýnilegu virki, sem einangrar okkur frá hinu lifandi lífi, án þess að við veitum því athygli. Við ráðum engu um þessa atburðarás, en við ráðum hvernig við bregðumst við henni.Við tengjum stundum reiði við réttlæti og hrífumst jafnvel þegar menn missa vald á sér opinberlega í því sem okkur finnnst réttlát reiði. En virðinguna fær sá sem ráðist er á en heldur ró sinni og dómgreind óskertri í óbærilegri stöðu. Góðar gjafirRáðamenn þjóðarinnar hvetja fólk til að snúa bökum saman. Geyma uppgjör og reiði til betri tíma. Loforðin um að styrkja atvinnulífið og standa vörð um hagsmuni almennings ganga væntanlega eftir og daglegt líf og líðan manna fer smám saman í fastar skorður, en það verður ekki endilega eins og það var.Umtalsverð gengishækkun verður á fjölskyldulífi og vinafundum. Gjafir verða mun óvæntari og áhugaverðari. Kannski afmæliskort með kveðju þar sem fram kemur að gjöfin er pössun fyrir hjónin á laugardagskvöldi eða tiltekt í bílskúrnum, boð í fiskibollur á föstudegi fyrir fjölskyldu afmælisbarnsins, jólakaka, bökuð af gefandanum eða ljóð eftir fimm ára barnið á heimilinu. Hugmyndafluginu verða ekki settar neinar skorður og allir gleðjast.Nú er tími umhyggju og samstöðu, segir biskupinn okkar, og við skulum taka það alvarlega. Í samveru og samstöðu lærum við hvert af öðru. Eiginlega ætti þjóðin að fá hana Margréti Pálu, höfund og leiðtoga Hjallastefnunnar, sem fararstjóra inn í persónulega farsældartíð. Konuna sem hefur úthýst neikvæðum orðum og umtali í umhverfi sínu og fært börnum og fullorðnum þann hugarlétti sem því fylgir. Missi einhver út úr sér önugt orð eða illkvittið, er bara brosað og sagt: "Æ, æ, hann ruglaðist!" Við erum semsé að ruglast þegar við erum með ávirðingar, upphrópanir, yfirlýsingar og heitingar um ástandið og annað fólk.Enginn getur kennt Margréti Pálu við mærð eða óraunsæi. Þvert á móti. Og stefnan hennar er til vitnis um hvernig hægt er að gera daglegt líf sitt glaðara, streituminna og auðugra.Það er allt annað en þægilegt að brenna sig illa á tilboðum tilverunnar. En rétt eins og þriggja ára barnið benti á um árið, þá er það sýnu erfiðara ef við getum ekki slitið hugann frá því hvað það er sárt. Á meðan líða tækifæri dagsins framhjá og við missum af þeim.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun