Rod Stewart aftur með Faces 14. júlí 2008 05:15 Rod Stewart er alltaf unglegur og hress. Talið er líklegt að hann muni syngja með The Faces síðar á árinu. Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár." Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Unnið er að endurkomu hljómsveitarinnar Faces og nú er talið líklegt að Rod Stewart verði við hljóðnemann á tónleikaferðalagi sveitarinnar. Þetta fullyrðir Ian McLagan, einn meðlima Faces. Hann, Kenny Jones og Ronnie Wood hafa unnið að endurkomunni og telja sig nú hafa fengið Rod með sér í lið. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Rod yrði með eftir að hann sást snæða kvöldverð með Wood á dögunum. „Rod hefur ekki verið tilkippilegur lengi," sagði McLagan í samtali við BBC. „Hann fann enga þörf til að snúa aftur, en nú held ég að hann sé tilbúinn." Hljómsveitin Faces gaf út fjórar hljómplötur á árunum 1970 til 1973. Eftir það gekk Ronnie Wood í The Rolling Stones en Rod Stewart hóf sólóferil sinn. McLagan fullyrðir að allir hljómsveitarmeðlimirnir verði lausir síðar á árinu og því sé gott tækifæri til að leggja í tónleikaferðalag. „Stones eru ekki að fara að túra næsta árið svo Woody er laus; það er líka að opnast gluggi hjá Rod," sagði hann. „Hjá mér er glugginn alltaf að opnast og lokast til skiptis en ég mun opna þennan glugga og troða mér í gegnum hann til að koma fram með The Faces aftur. Kenny er líka klár."
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira