Körfubolti

Arenas úr leik fram í desember

Gilbert Arenas
Gilbert Arenas NordicPhotos/GettyImages

NBA lið Washington Wizards hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir að leikstjórnandi liðsins Gilbert Arenas þurfti að gangast undir þriðja hnéuppskurð sinn á einu og hálfu ári.

Arenas skrifaði í sumar undir nýjan samning við félagið sem mun færa honum 111 milljónir dollara í laun, eða ríflega tíu milljarða króna.

Þessi mikli skorari missti úr 69 leiki á síðasta tímabili eftir að hafa gengist undir hnéuppskurð, en aðgerðin sem hann fór í að þessu sinni var gerð til að fjarlægja beinflísar úr hnénu.

Arenas sagðist í samtali við Washington Post vera bjartsýnn á að geta snúið aftur til leiks í desember, en leiktíðin í NBA hefst í lok næsta mánaðar.

Hinn 26 ára gamli Arenas hefur verið einn mesti stigaskorari NBA deildarinnar undanfarin ár og skoraði að meðaltali 28-29 stig í leik á árunum 2005-2007.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×