Sport

Bergur Ingi náði Ólympíulágmarki

Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH tryggði sér í dag keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann bætti eigið Íslandsmet og kastaði 74,52 metra á móti í Kaplakrika.

Bergur hefur verið að bæta sig mikið á síðustu mánuðum og hefur verið iðinn við að bæta Íslandsmet sitt. Hann bætti það tvívegis í dag og hefur nú tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikum, þar sem lágmarkið er 74 metrar.

Bergur Ingi hefur bætt sig um fjóra metra og 18 sentimetra á einu ári og greinilegt að þarna er á ferðinni efnilegur sleggjukastari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×