Mikilvægast að ná verðbólgunni niður 24. apríl 2008 00:01 Guðjón Rúnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir Íbúðalánasjóð. „Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh Markaðir Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh
Markaðir Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira