Veikburða forysta og verri verkstjórn Jón Kaldal skrifar 5. nóvember 2008 07:00 Það verður allt að koma upp á borðið," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í gær og krafðist þess að allir tali „hreint út" og segi „hvernig málum er háttað". Þetta eru tímabær og uppörvandi orð hjá Þorgerði Katrínu. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur staðið sig afleitlega við að koma upplýsingum á framfæri. Þessi afdráttarlausu orð ráðherrans benda til þess að breytinga til hins betra sé að vænta. Ummæli Þorgerðar Katrínar snúa reyndar að einu afmörkuð máli, sem hún tengist persónulega í gegnum eiginmann sinn. Engu að síður eru orð hennar í takt við þá þungu og vaxandi kröfu í samfélaginu að stjórnvöld verði að bæta upplýsingagjöf sína. Þorgerður Katrín sagði í gær að óþolandi væri að líða fyrir tortryggnina í samfélaginu, en eiginmaður hennar er í hópi Kaupþingsmanna sem áttu stóran hlut í bankanum fyrir ríkisvæðingu hans. Þetta er hárrétt hjá Þorgerði Katrínu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja undir kjaftagangi og getgátum. Stjórnendur þessa lands verða hins vegar að gera sér grein fyrir að slök upplýsingamiðlun þeirra hefur skapað kjöraðstæður fyrir kjaftasöguframleiðendur og samsæriskenningasmiði. Að því sögðu þá eru þær sannarlega ekki allar bull og vitleysa sögurnar, sem ganga manna á milli um meinta vafasama gjörninga fyrir og eftir hrun bankanna. Vandamálið er að ráðherrar, formenn skilanefnda, nýir stjórnendur bankanna, svo ekki sé minnst á fyrrverandi stjórnendur bankanna, eru gjarnan alls ekki til viðtals eða ákaflega tregir til svars þegar til þeirra er leitað. Afleiðingarnar eru að fólk fær á tilfinninguna að viðkomandi hafi eitthvað að fela. Það er svo sem lítið við því að gera ef fyrrverandi stjórnendur bankanna vilja ekki standa fyrir máli sínu, en hinn hópurinn er í vinnu hjá skattborgurum og hann þarf að gera betur. Stjórnmálamenn hafa margir líkt fjármálakreppunni við náttúruhamfarir. Það er ekki fráleit líking. En þeim mun erfiðara er að skilja af hverju stjórnvöld hafa ekki stuðst við svipað verklag og ef yfir landið hefðu riðið náttúruhamfarir á borð við mikið eldgos eða harðan jarðskjálfta. Í slíku tilfelli hefði Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verið virkjuð. Þar væru samankomnir á einum stað allir þræðir, yfirsýn yfir aðgerðir og upplýsingaveita. Ekkert slíkt „stríðsherbergi" hefur verið sett upp í stjórnkerfinu í þessum hamförum. Fyrir vikið höfum við mátt horfa upp á svo grátlegt samræmingarleysi að tveir hinna nýju ríkisbankastjóra þráuðust um tíma við að gefa upplýsingar launin sín, svo aðeins eitt léttvægt en þó lýsandi dæmi sé tekið. Mun alvarlegra dæmi er algjör skortur á vörnum í Bretlandi þegar þarlendir stjórnmálamenn hjóluðu í landið. Þeirri árás var mætt með nánast algjörri þögn af hálfu stjórnvalda. Því miður hafa undanfarnar vikur ekki aðeins fært okkur staðfestingu á því að forysta landsins er veikburða, eins og hefur verið haldið áður fram á þessum stað, heldur eru verkstjórnarhæfileikar hennar einnig af mjög skornum skammti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Það verður allt að koma upp á borðið," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í gær og krafðist þess að allir tali „hreint út" og segi „hvernig málum er háttað". Þetta eru tímabær og uppörvandi orð hjá Þorgerði Katrínu. Stjórnvöld hafa undanfarnar vikur staðið sig afleitlega við að koma upplýsingum á framfæri. Þessi afdráttarlausu orð ráðherrans benda til þess að breytinga til hins betra sé að vænta. Ummæli Þorgerðar Katrínar snúa reyndar að einu afmörkuð máli, sem hún tengist persónulega í gegnum eiginmann sinn. Engu að síður eru orð hennar í takt við þá þungu og vaxandi kröfu í samfélaginu að stjórnvöld verði að bæta upplýsingagjöf sína. Þorgerður Katrín sagði í gær að óþolandi væri að líða fyrir tortryggnina í samfélaginu, en eiginmaður hennar er í hópi Kaupþingsmanna sem áttu stóran hlut í bankanum fyrir ríkisvæðingu hans. Þetta er hárrétt hjá Þorgerði Katrínu. Það hlýtur að vera ömurlegt að sitja undir kjaftagangi og getgátum. Stjórnendur þessa lands verða hins vegar að gera sér grein fyrir að slök upplýsingamiðlun þeirra hefur skapað kjöraðstæður fyrir kjaftasöguframleiðendur og samsæriskenningasmiði. Að því sögðu þá eru þær sannarlega ekki allar bull og vitleysa sögurnar, sem ganga manna á milli um meinta vafasama gjörninga fyrir og eftir hrun bankanna. Vandamálið er að ráðherrar, formenn skilanefnda, nýir stjórnendur bankanna, svo ekki sé minnst á fyrrverandi stjórnendur bankanna, eru gjarnan alls ekki til viðtals eða ákaflega tregir til svars þegar til þeirra er leitað. Afleiðingarnar eru að fólk fær á tilfinninguna að viðkomandi hafi eitthvað að fela. Það er svo sem lítið við því að gera ef fyrrverandi stjórnendur bankanna vilja ekki standa fyrir máli sínu, en hinn hópurinn er í vinnu hjá skattborgurum og hann þarf að gera betur. Stjórnmálamenn hafa margir líkt fjármálakreppunni við náttúruhamfarir. Það er ekki fráleit líking. En þeim mun erfiðara er að skilja af hverju stjórnvöld hafa ekki stuðst við svipað verklag og ef yfir landið hefðu riðið náttúruhamfarir á borð við mikið eldgos eða harðan jarðskjálfta. Í slíku tilfelli hefði Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð verið virkjuð. Þar væru samankomnir á einum stað allir þræðir, yfirsýn yfir aðgerðir og upplýsingaveita. Ekkert slíkt „stríðsherbergi" hefur verið sett upp í stjórnkerfinu í þessum hamförum. Fyrir vikið höfum við mátt horfa upp á svo grátlegt samræmingarleysi að tveir hinna nýju ríkisbankastjóra þráuðust um tíma við að gefa upplýsingar launin sín, svo aðeins eitt léttvægt en þó lýsandi dæmi sé tekið. Mun alvarlegra dæmi er algjör skortur á vörnum í Bretlandi þegar þarlendir stjórnmálamenn hjóluðu í landið. Þeirri árás var mætt með nánast algjörri þögn af hálfu stjórnvalda. Því miður hafa undanfarnar vikur ekki aðeins fært okkur staðfestingu á því að forysta landsins er veikburða, eins og hefur verið haldið áður fram á þessum stað, heldur eru verkstjórnarhæfileikar hennar einnig af mjög skornum skammti.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun