Af malbiki á malarveg Jónína Michaelsdóttir skrifar 30. september 2008 07:00 Það er ekki án tilefnis sem efnahagsmál eru mál málanna nú um stundir, bæði hér heima og erlendis. Eftir blússandi ferð í eðalvagni á hraðbrautum heimsins komum við að hraðahindrun sem við áttum hreint ekki von á. Handan við hana er ekki malbik heldur malarvegur og ekki undan því vikist að hægja ferðina. Ráðamenn leita leiða til að komast aftur á malbikið en allt bendir til að það geti tekið tíma. Ekki eru allir á einu máli um leiðir að því markmiði en margir leggja til ráð. Undrum sætir hvað við erum rík af ráðhollu fólki. Á bloggsíðum, í spjallþáttum og á síðum dagblaða birtast vitringar í efnahagsúrræðum sem maður hafði enga hugmynd um. Almenningur finnur harkalega fyrir stöðunni á öllum vígstöðvum og sýnir þessum umræðum að vonum athygli. En á þessu er líka önnur hlið. Vikum saman hafa hrakspár og vond tíðindi blasað við fólki á hverjum morgni þegar það les dagblöðin. Unga fólkið sem er á leið með börnin sín í dagvist eða skóla, miðaldra fólkið sem hefur staðið í þeirri meiningu að það væri loks komið á örugga hillu í lífinu, eldra fólk sem er kannski það sem fyrst er látið fara þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, sjúklingar og veikburða fólk sem má ekki við miklu, smám saman læsist um margt af þessu fólki kvíði og vonleysi. Gert er ráð fyrir gjaldþrotum í stórum stíl og risafyrirsagnir um uppsagnir vekja mikinn ugg. Nú er það að sjálfsögðu helsta hlutverk fréttamiðla að skrifa og segja fréttir og lýsa stöðunni eins og hún er, og ögrandi stórfyrirsagnir eru ekki síst vísbending um alvöru málsins. Það breytir ekki því að fréttamenn bera mikla ábyrgð þó að þeir séu ekki valdir af almenningi. AtvinnuleysiÁrið 1993 bjó ég í nokkra mánuði í Danmörku ásamt fjölskyldu minni og var þá áskrifandi að tveimur dönskum dagblöðum, Berlingske Tidende og Jyllandsposten.Ég las þessi blöð mér til ánægju og fróðleiks í a.m.k tvær klukkustundir á hverjum morgni til að komast í snertingu við það sem var að gerast í landinu. Atvinnuleysi var meiri vandi á þessum tíma en ég hafði áður áttað mig á. Mér er minnistæð aðsend grein frá manni á miðjum aldri sem hafði misst vinnuna vegna breytinga í fyrirtækinu sem hann vann hjá. Hann kvaðst hafa tekið þá ákvörðun að láta þessar aðstæður ekki buga sig og lifa lífinu eins hann var vanur, eftir því sem kostur væri.Viðbrögð annarra komu honum mjög á óvart. Hann kvaðst til dæmis hafa hitt góða vini á brautarstöðinni og eftir glaðvært spjall var spurt hvað hann væri að gera þessa dagana. Þegar hann sagðist vera atvinnulaus, gjörbreyttist svipur og fas vinanna. Spurt var hvernig hann gæti verið svona líflegur og látið eins og ekkert væri í svona aðstæðum. Þegar hann gerði grein fyrir því horfðu þau hann eins og hann væri veikur.Greinarhöfundurinn kvaðst hvarvetna mæta viðbrögðum af þessu tagi og sumt fólk forðaðist að hitta hann. Greinina skrifaði hann til að lýsa undrun sinni á almennri hneigð til að bogna við andstreymi og líta á það sem dyggð. Við lægi að hann væri hrakinn í eymdina. Auðugt menningarlífÞrátt fyrir yfirstandandi dýrtíð og erfiðleika, glímum við ekki við atvinnuleysisdrauginn hér á Íslandi. Ekki enn að minnsta kosti. Menningarlífið er fjölbreyttara og líflegra en nokkru sinni og uppselt á fjölmargar sýningar og menningarviðburði.Íþróttafólkið okkar á öllum aldri og báðum kynjum er að spjara sig. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi, lækkandi krónu og síhækkandi vaxtakostnað höfum við það harla gott á mörgum sviðum. Flest bendir einnig til að við náum vopnum okkar á einu til tveimur árum. Þangað til lærum við smám saman að meta það sem við höfum og skilja hvað skiptir máli.Það er nauðsynlegt að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, en kannski óþarfi að baða sig í vandamálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Það er ekki án tilefnis sem efnahagsmál eru mál málanna nú um stundir, bæði hér heima og erlendis. Eftir blússandi ferð í eðalvagni á hraðbrautum heimsins komum við að hraðahindrun sem við áttum hreint ekki von á. Handan við hana er ekki malbik heldur malarvegur og ekki undan því vikist að hægja ferðina. Ráðamenn leita leiða til að komast aftur á malbikið en allt bendir til að það geti tekið tíma. Ekki eru allir á einu máli um leiðir að því markmiði en margir leggja til ráð. Undrum sætir hvað við erum rík af ráðhollu fólki. Á bloggsíðum, í spjallþáttum og á síðum dagblaða birtast vitringar í efnahagsúrræðum sem maður hafði enga hugmynd um. Almenningur finnur harkalega fyrir stöðunni á öllum vígstöðvum og sýnir þessum umræðum að vonum athygli. En á þessu er líka önnur hlið. Vikum saman hafa hrakspár og vond tíðindi blasað við fólki á hverjum morgni þegar það les dagblöðin. Unga fólkið sem er á leið með börnin sín í dagvist eða skóla, miðaldra fólkið sem hefur staðið í þeirri meiningu að það væri loks komið á örugga hillu í lífinu, eldra fólk sem er kannski það sem fyrst er látið fara þegar þrengir að hjá fyrirtækjum, sjúklingar og veikburða fólk sem má ekki við miklu, smám saman læsist um margt af þessu fólki kvíði og vonleysi. Gert er ráð fyrir gjaldþrotum í stórum stíl og risafyrirsagnir um uppsagnir vekja mikinn ugg. Nú er það að sjálfsögðu helsta hlutverk fréttamiðla að skrifa og segja fréttir og lýsa stöðunni eins og hún er, og ögrandi stórfyrirsagnir eru ekki síst vísbending um alvöru málsins. Það breytir ekki því að fréttamenn bera mikla ábyrgð þó að þeir séu ekki valdir af almenningi. AtvinnuleysiÁrið 1993 bjó ég í nokkra mánuði í Danmörku ásamt fjölskyldu minni og var þá áskrifandi að tveimur dönskum dagblöðum, Berlingske Tidende og Jyllandsposten.Ég las þessi blöð mér til ánægju og fróðleiks í a.m.k tvær klukkustundir á hverjum morgni til að komast í snertingu við það sem var að gerast í landinu. Atvinnuleysi var meiri vandi á þessum tíma en ég hafði áður áttað mig á. Mér er minnistæð aðsend grein frá manni á miðjum aldri sem hafði misst vinnuna vegna breytinga í fyrirtækinu sem hann vann hjá. Hann kvaðst hafa tekið þá ákvörðun að láta þessar aðstæður ekki buga sig og lifa lífinu eins hann var vanur, eftir því sem kostur væri.Viðbrögð annarra komu honum mjög á óvart. Hann kvaðst til dæmis hafa hitt góða vini á brautarstöðinni og eftir glaðvært spjall var spurt hvað hann væri að gera þessa dagana. Þegar hann sagðist vera atvinnulaus, gjörbreyttist svipur og fas vinanna. Spurt var hvernig hann gæti verið svona líflegur og látið eins og ekkert væri í svona aðstæðum. Þegar hann gerði grein fyrir því horfðu þau hann eins og hann væri veikur.Greinarhöfundurinn kvaðst hvarvetna mæta viðbrögðum af þessu tagi og sumt fólk forðaðist að hitta hann. Greinina skrifaði hann til að lýsa undrun sinni á almennri hneigð til að bogna við andstreymi og líta á það sem dyggð. Við lægi að hann væri hrakinn í eymdina. Auðugt menningarlífÞrátt fyrir yfirstandandi dýrtíð og erfiðleika, glímum við ekki við atvinnuleysisdrauginn hér á Íslandi. Ekki enn að minnsta kosti. Menningarlífið er fjölbreyttara og líflegra en nokkru sinni og uppselt á fjölmargar sýningar og menningarviðburði.Íþróttafólkið okkar á öllum aldri og báðum kynjum er að spjara sig. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífi, lækkandi krónu og síhækkandi vaxtakostnað höfum við það harla gott á mörgum sviðum. Flest bendir einnig til að við náum vopnum okkar á einu til tveimur árum. Þangað til lærum við smám saman að meta það sem við höfum og skilja hvað skiptir máli.Það er nauðsynlegt að horfast í augu við hlutina eins og þeir eru, en kannski óþarfi að baða sig í vandamálunum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun