Bandaríska rokksveitin Brant Bjork & The Bros heldur tvenna tónleika á Íslandi í kvöld og annað kvöld. Forsprakki sveitarinnar er Brant Bjork, fyrrverandi meðlimur hljómsveitanna Fu Manchu og Kyuss, sem hafði á að skipa Josh Homme og Nick Oliveri úr Queens of the Stone Age.
Rokkararnir í Brain Police ætla að hita upp á báðum tónleikunum. Þeir fyrri verða á Græna hattinum á Akureyri í kvöld og hinir síðari á Amsterdam. Þar mun Esja einnig hita upp. Húsið opnar klukkan 21 bæði kvöldin og er miðaverð 1.500 krónur. Eru allir sannir rokkarar hvattir til að láta tónleikana ekki framhjá sér fara.