Gæsahúð og heiðursorður 13. desember 2008 06:00 Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út plötu með þekktum lögum Naglbítanna í nýjum útsetningum. mynd/ari magg Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins hafa gefið út sína fyrstu plötu. Verkefnið stóð yfir í eitt ár og yfir hundrað manns tóku þátt í því. „Ég er heppinn að búa í landi þar sem maður fær stóra hugmynd og svo margir eru til í að hjálpa manni að framkvæma hana," segir Vilhelm Anton Jónsson um gerð plötunnar. „Þetta er hugmynd sem ég var búinn að vera með í maganum í mörg ár. Ég var mikið búinn að spá í það hvað þetta væri skemmtilegt „statement", hvað allir væru ríkir og að hugsa um peninga. Svo breyttist heimurinn og þetta varð mjög viðeigandi, að vinna með Lúðrasveit verkalýðsins." Vinna við plötuna og heimildarmynd um gerð hennar, sem fylgir með útgáfunni, stóð yfir í eitt ár. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta tók mjög langan tíma. En þetta er búið að vera alveg ótrúlegt ár, alveg frábært. Þetta hefur líka verið frábært ár fyrir Naglbítana að þróa sína tónlist áfram," segir Villi sem annaðist framleiðsluna sjálfur. „Ég er búinn að læra mikið enda er allt hægt ef maður hefur gott fólk með sér." Uppselt var á tvenna útgáfutónleika Naglbítanna og lúðrasveitarinnar í íþróttahöllinni á Akureyri og í Íslensku óperunni á dögunum. „Það var alveg meiri háttar stemning. Fólk sat lengi eftir tónleikana með gæsahúð í sætunum," segir hann um tónleikana fyrir norðan þar sem Naglbítarnir voru heiðraðir af lúðrasveitinni með silfurmedalíum. „Það var ótrúlega gaman og fallegt. Maður er hálfklökkur. Þegar maður vinnur með svona fólki sem kemur svona fram við mann er maður til í að leggja mikið á sig." Viðtökurnar í Óperunni voru ekki síðri: „Það var alveg æðislegt, gæsahúð og standandi lófaklapp í margar mínútur." Bætir hann við að lúðrasveitin, sem er skipuð ungum jafnt sem eldri áhugamönnum, hafi staðið sig meistaralega vel. „Þau stóðu sig eins og þau hefðu aldrei gert annað, enda sjóuð í því núna að spila uppi á sviði fyrir framan þúsundir manna." Villi er maður með stórar hugmyndir sem oftar en ekki verða að veruleika. Næst vill hann fara í tónleikaferð um Skandinavíu með lúðrasveitinni. „Það er aldrei að vita. Þetta er svo flott og stórt að það væri synd að hætta." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira