Körfubolti

Boston vann án Garnett

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Pierce og Rajon Rando berjast um boltann.
Paul Pierce og Rajon Rando berjast um boltann. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Garnett tók út leikbann er Boston vann sigur á New York á heimavelli í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru tíu leikir fram.

„Þetta var góður sigur hjá okkur," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston. „Það er alltaf bónus að vinna leiki þegar einn af „stóru" leikmönnunum þremur vantar."

Paul Pierce var stigahæstur leikmanna Boston með 22 stig en Kendrick Perkins var með sextán stig og átta fráköst.

Garnett var dæmdur í leikbann fyrir samskipti sín við Andrew Bogut, leikmann Milwaukee, á laugardagskvöldið.

Hjá New York var Wilson Chandler stigahæstur með 23 stig, Zach Randolph skoraði átján og Chris Duhon fimmtán.

Úrslit annarra leikja:

Charlotte - Dallas 83-100

Indiana - Atlanta 113-96

Orlando - Toronto 103-90

Washington - Miami 87-94

New Jersey - Cleveland 82-106

Memphis - Sacramento 109-94

Denver - Milwaukee 114-105

Golden State - Portland 111-106

LA Lakers - Chicago 116-109



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×