Viðskipti innlent

Krónan fellur um tvö prósent

Við fall krónunnar verða erlendir gjalmiðlar dýrari.
Við fall krónunnar verða erlendir gjalmiðlar dýrari.

Gengi íslensku krónunnar hefur verið á viðstöðulausri niðurleið í morgun og nemur fall hennar nú rúmum tveimur prósentum. Gengisvísitalan stendur nú í 164,9 stigum.

Þegar mest lét nam veiking krónunnar 2,5 prósentum.

Aðrar myntir hafa styrkst í samræmi við það.

Bandaríkjadalur kostar 88,3 krónur, ein evra kostar 125,6 krónur og ein dönsk króna 16,8 krónur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×