Fleiri leiðir kunna að vera til Ingimar Karl Helgason skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Lilja Mósesdóttir. „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira