Skjálftinn Guðmundur Steingrímsson skrifar 31. maí 2008 06:00 Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum. ÞAÐ er greinilega eitthvað gerast í húsinu," sagði nuddarinn í lágum hljóðum og hélt svo áfram við iðju sína. Klukkutíma síðar heyrði ég útundan mér í fréttum að það hefði orðið skjálfti. "Það duttu víst bækur úr hillum niðri í Alþingi," heyrði ég að kona sagði við aðra konu í bókabúðinni. BÆKUR duttu úr hillum. Vegir fóru í sundur. Hús urðu skökk. Þetta var auðvitað rosaskjálfti. Og það var gott að enginn slasaðist alvarlega. Sum staðar munaði mjóu. En það er þetta með bækurnar. Daginn eftir hitti ég félaga minn. Hann hélt því blákalt fram að ákveðnir Sunnlendingar sem hann vissi fyrir víst að hefðu haft allt á rúi og stúi heima hjá sér um langt árabil hefðu núna gripið tækifærið og kennt skjálftanum um draslið. SKJÁLFTI er kaos. Það sem er svo furðulegt við skjálfta er hversu fljótt hann ríður yfir. Bara nokkrar sekúndur og svo búið. Það er eins og náttúran sé að bylta sér. Í örskotsstund breytumst við öll í flugur á kýrsrassi, með GSM síma. Á samtengdum rásum var síðan greint frá skjálftanum og afleiðingum hans langt fram eftir kvöldi. "Slasaðist einhver?" spurðu fréttamenn. "Nei," svöruðu viðmælendur. "En hér færðist til píanó." "Hér duttu rauðvínsflöskur úr hillum." "Sprungur komu í veggina." Eftir að hafa hlýtt á vel útilátinn skammt af skjálftatíðindum verð ég að viðurkenna að mér fundust fréttirnar hugsanlega vera orðnar aðeins of teygðar. Búum við ekki á jarðskjálfta- og eldfjallaeyju? Svo magnaðar voru fréttirnar orðnar að ég heyrði af útlendingum sem íhuguðu að hætta við för sína til Íslands. Í skjálfta opinberast samband manns og jarðar. Ég taldi í örskotsstund skjálftann vera í rökréttu samhengi við sársauka minn á bekknum. Eina uppáhaldsskjálftasögu sagði mér einu sinni gamall drykkjumaður vel þekktur í Reykjavík. Þann 17.júní 2000 var hann drifinn upp á spítala í afar slæmu ásigkomulagi og keyrður niður í rúm og gert að hætta að drekka eftir margra áratuga neyslu eða deyja ella. Þá brast á með ógurlegum skjálfta. Hann hefur verið edrú síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt skyldi fara af stað inni í herberginu, húsið skjálfa og gólfið ganga í bylgjum. ÞAÐ er greinilega eitthvað gerast í húsinu," sagði nuddarinn í lágum hljóðum og hélt svo áfram við iðju sína. Klukkutíma síðar heyrði ég útundan mér í fréttum að það hefði orðið skjálfti. "Það duttu víst bækur úr hillum niðri í Alþingi," heyrði ég að kona sagði við aðra konu í bókabúðinni. BÆKUR duttu úr hillum. Vegir fóru í sundur. Hús urðu skökk. Þetta var auðvitað rosaskjálfti. Og það var gott að enginn slasaðist alvarlega. Sum staðar munaði mjóu. En það er þetta með bækurnar. Daginn eftir hitti ég félaga minn. Hann hélt því blákalt fram að ákveðnir Sunnlendingar sem hann vissi fyrir víst að hefðu haft allt á rúi og stúi heima hjá sér um langt árabil hefðu núna gripið tækifærið og kennt skjálftanum um draslið. SKJÁLFTI er kaos. Það sem er svo furðulegt við skjálfta er hversu fljótt hann ríður yfir. Bara nokkrar sekúndur og svo búið. Það er eins og náttúran sé að bylta sér. Í örskotsstund breytumst við öll í flugur á kýrsrassi, með GSM síma. Á samtengdum rásum var síðan greint frá skjálftanum og afleiðingum hans langt fram eftir kvöldi. "Slasaðist einhver?" spurðu fréttamenn. "Nei," svöruðu viðmælendur. "En hér færðist til píanó." "Hér duttu rauðvínsflöskur úr hillum." "Sprungur komu í veggina." Eftir að hafa hlýtt á vel útilátinn skammt af skjálftatíðindum verð ég að viðurkenna að mér fundust fréttirnar hugsanlega vera orðnar aðeins of teygðar. Búum við ekki á jarðskjálfta- og eldfjallaeyju? Svo magnaðar voru fréttirnar orðnar að ég heyrði af útlendingum sem íhuguðu að hætta við för sína til Íslands. Í skjálfta opinberast samband manns og jarðar. Ég taldi í örskotsstund skjálftann vera í rökréttu samhengi við sársauka minn á bekknum. Eina uppáhaldsskjálftasögu sagði mér einu sinni gamall drykkjumaður vel þekktur í Reykjavík. Þann 17.júní 2000 var hann drifinn upp á spítala í afar slæmu ásigkomulagi og keyrður niður í rúm og gert að hætta að drekka eftir margra áratuga neyslu eða deyja ella. Þá brast á með ógurlegum skjálfta. Hann hefur verið edrú síðan.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun