Á meðan Elísabet dóttir hans hírðist með börnum sínum í dýflissunni í Austurríki lifði Josef Fritzl í vellystingum pragtuglega á Pattaya ströndinni í Taílandi. Hann skildi raunar eftir matarbirgðir handa föngum sínum til þess að halda í þeim lífi meðan hann var í burtu.
Til Taílands fór Josef með vini sínum til þrjátíu ára, sem nú er í losti eftir að hafa heyrt um illvirki hans. Vinurinn gisti oft á heimili Fritzl fjölskyldunnar og segist hugsa til þess með hryllingi að Elísabet og börn hennar hafi verið í kjallaranum meðan hann var í heimsókn.
Það var árið 1988 sem Josef Fritzl fór í Taílandsferðina, en þá hafði hann haldið Elísabet fanginni í fjórtán ár. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hafði hann það gott.
Smellið hér