Bankahólfið: Hógværir 14. maí 2008 00:01 Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira