Íslendingur leiðir hjálparstarf Microsoft í Búrma Guðjón Helgason skrifar 12. maí 2008 18:30 Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Íslendingi hefur verið falið að leiða hjálparstarf bandarískra tölvurisans Microsoft á hamfarasvæðunum í Búrma. Hans verkefni verður að tengja hjálparsamtök á vettvangi og nærri honum saman með nýjustu tækni. Talið er að um tvær milljónir Búrmabúa eigi um sárt að binda eftir að fellbylurinn Nargis fór yfir landið fyrir rúmri viku. Hjálparsamtök segja að hjálpargögn hafi aðeins borist til um þriðjungs þeirra sem þurfi. Flugvélar með hjálpargögn lentu í höfuðborginni Rangoon í dag, þar á meðal ein frá Bandaríkjunum, sú fyrsta þaðan. Herforingjastjórnin heldur enn við fyrri áform um að sjá sjálf um að dreifa þeim og tregðast enn við að hleypa erlendum hjálparstarfsmönnum inn í landið. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi bandaríska tölvurisans Microsoft, tilkynnti fyrir helgi að fyrirtæki hans ætlaði eftir besta mætti að styðja við starf þeirra stofnana sem tækju þátt í hjálparstarfi í Búrma. Gísli Rafn Ólafsson, starfsmaður Microsoft á Íslandi, er einn stjórnenda alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og meðlimur í alþjóðlegu neyðarhjálparteymi Sameinuðu þjóðanna, hefur fengið það hlutverk að leiða þetta verkefni fyrir Microsoft. „Við erum ekki sérfræðingar í því að veita neyðaraðstoð," segir Gísli Rafn. „Við erum sérfræðingar í hinum ýmsu tölvulausnum og hugbúnaðarlausnum og samskiptalausnum." Gísli Rafn segir að þar sem finna megi vandamál á borð við það að hjálparstofnanir eigi erfitt með að dreifa upplýsingum sín á milli geti Microsoft komið til og hjálpað með sinni tækni. Gísli Rafn er í Taílandi þar sem flest hjálparsamtök sem vilja hjálpa í Búrma eru með höfuðstöðvar á svæðinu. Hann segist ekki eiga von á að fara inn í Búrma þar sem Microsoft sé bandarískt fyrirtæki og viðskiptabann í gildi.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira