Veigar Páll vill fara til Þýskalands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 15:18 Veigar Páll Gunnarsson í leik með Stabæk. Mynd/Scanpix Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi, segist vilja halda á önnur mið þegar núverandi tímabili lýkur í norsku úrvalsdeildinni. „Ég vona að þetta verði mitt síðasta tímabil með Stabæk," sagði Veigar Páll í samtali við norska fjölmiðla. „Takmarkið er að spila í útlöndum á næsta ári." „Ég hugsa mest til Þýskalands. Ég hef heyrt mikið gott um þýsk félagslið og þau kunna vel að hugsa um mann og fjölskylduna utan vallarins. Þýska knattspyrnan er líka meðal þeirra sterkustu í Evrópu." Hann segir að þetta getið komið bæði honum og Stabæk vel. „Ef ég stend mig vel og verð seldur fær félagið einhverja summu fyrir mig og ég fæ að reyna mig annars staðar." Veigar Páll skrifaði undir nýjan samning við Stabæk árið 2006 er hann var orðaður við lið víða um Evrópu. „Það komu fjögur lið úr ensku úrvalsdeildinni og sáu mig spila og einhver frá Ítalíu. En ég var stressaður og stóð mig illa." En Jan Jönsson telur að honum gæti gengið vel í Þýskalandi. „Ég vil gjarnan að mínir leikmenn fái tækifæri í útlöndum. Hann var góður árið 2005, betri árið 2006 og mjög góður í fyrra." Veigar hefur myndað afar sterkt sóknarpar með Svíanum Daniel Nannskog hjá Stabæk og sá síðarnefndi er lítið hrifinn af því að Veigar fari til annars félags. „Hann mætti alveg bíða þangað til að ég klára minn feril. Þá má hann prófa eitthvað nýtt," sagði hann í léttum dúr en undirstrikaði að hann hefur fullan skilning á afstöðu Veigars. „Ég myndi gjarnan fá Daniel með mér hvert sem ég færi," svaraði Veigar um hæl. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk í Noregi, segist vilja halda á önnur mið þegar núverandi tímabili lýkur í norsku úrvalsdeildinni. „Ég vona að þetta verði mitt síðasta tímabil með Stabæk," sagði Veigar Páll í samtali við norska fjölmiðla. „Takmarkið er að spila í útlöndum á næsta ári." „Ég hugsa mest til Þýskalands. Ég hef heyrt mikið gott um þýsk félagslið og þau kunna vel að hugsa um mann og fjölskylduna utan vallarins. Þýska knattspyrnan er líka meðal þeirra sterkustu í Evrópu." Hann segir að þetta getið komið bæði honum og Stabæk vel. „Ef ég stend mig vel og verð seldur fær félagið einhverja summu fyrir mig og ég fæ að reyna mig annars staðar." Veigar Páll skrifaði undir nýjan samning við Stabæk árið 2006 er hann var orðaður við lið víða um Evrópu. „Það komu fjögur lið úr ensku úrvalsdeildinni og sáu mig spila og einhver frá Ítalíu. En ég var stressaður og stóð mig illa." En Jan Jönsson telur að honum gæti gengið vel í Þýskalandi. „Ég vil gjarnan að mínir leikmenn fái tækifæri í útlöndum. Hann var góður árið 2005, betri árið 2006 og mjög góður í fyrra." Veigar hefur myndað afar sterkt sóknarpar með Svíanum Daniel Nannskog hjá Stabæk og sá síðarnefndi er lítið hrifinn af því að Veigar fari til annars félags. „Hann mætti alveg bíða þangað til að ég klára minn feril. Þá má hann prófa eitthvað nýtt," sagði hann í léttum dúr en undirstrikaði að hann hefur fullan skilning á afstöðu Veigars. „Ég myndi gjarnan fá Daniel með mér hvert sem ég færi," svaraði Veigar um hæl.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira