Það urðu athyglisverð úrslit á Selfossi í kvöld þar sem heimamenn unnu Stjörnuna 31-30 í Eimskips-bikar karla. Selfyssingar eru í toppbaráttu 1. deildar en Stjarnan í næstneðsta sæti N1-deildarinnar.
Það verða því tvö 1. deildarlið í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins en Grótta komst áfram í gær. Auk þess verða FH og Valur í pottinum.