Körfubolti

Dómari dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Donaghy ræðir hér við Kobe Bryant
Donaghy ræðir hér við Kobe Bryant NordcPhotos/GettyImages

Körfuboltadómarinn Tim Donaghy hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir þátt sinn í veðmálahneyksli meðan hann var dómari í NBA deildinni.

Donaghy var í slagtogi við veðmangara og er sagður hafa beitt sér fyrir því að hagræða úrslitum leikja sem hann dæmdi sjálfur.

Ítarleg rannsókn leiddi sekt dómarans í ljós, en þrátt fyrir að spjót hafi beinst að fleiri dómurum, virðist sem Donaghy hafi að mestu unnið einn og því séu aðrir dómarar í deildinni ekki viðriðnir málið.

Mál Donaghy hefur legið eins og óveðursský yfir NBA deildinni síðustu misseri. Dómarinn baðst afsökunar á að hafa komið óorði á fjölskyldu sína og körfuboltann þegar hann fékk tækifæri til að tjá sig við réttarhöldin.

Donaghy hefði upphaflega átt að sitja helmingi lengur í fangelsi fyrir brot sín en hann fær að afplána dómana tvo sem hann fékk í einu. Hann mun hefja fangelsisvist sína þann 23. september. 





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×