Viðskipti innlent

Bakkavör selur hlut sinn í Greencore

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA
Bakkavör hefur selt 10,9 prósenta hlut sinn í írska samlokuframleiðandanum Greencore. Söluverðmætið nemur rúmum 28,6 milljónum evra, jafnvirði fimm milljarða króna samkvæmt opinberu miðgengi Seðlabanka Íslands. Hlutirnir eru skiptasamningar, sem Bakkavör flaggaði í byrjun árs. Gengi bréfa í samlokuframleiðandanum, sem er sá umsvifamesti á Bretlandseyjum, hefur fallið gríðarlega síðan þá. Hlutur Bakkavarar í félaginu var í byrjun apríl metinn á 10,3 milljarða króna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir í tilkynningu á vefsíðu félagsins, að salan sé tilkomin í kjölfar mikilla hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Sé það miður að félagið hafi þurft að selja frá sér skiptasamninginn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×