Fótbolti

Helsingborg lagði toppliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Ingi og Henrik Larsson fagna marki með Helsingborg.
Ólafur Ingi og Henrik Larsson fagna marki með Helsingborg. Nordic Photos / AFP

Helsingborg, lið Ólafs Inga Skúlasonar, lagði topplið Kalmar, 1-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Það var Henrik Larsson sem skoraði sigurmark leiksins í síðari hálfleik en liðsmenn Helsingborg léku manni færri síðasta stundarfjórðunginn þar sem einn þeirra fékk að líta rauða spjaldið.

Það kom ekki að sök og er nú Helsingborg í þriðja sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Kalmar. Elfsborg er nú aðeins einu stigi á eftir toppliðinu en Helgi Valur Daníelsson leikur með Elfsborg.

Ólafur Ingi gat ekki leikið með Helsingborg í gær frekar en undanfarnar vikur vegna meiðsla.

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku báðir allan leikinn fyrir IFK Gautaborg sem gerði markalaust jafntefli við Ljungskile.

Þá gerði Djurgården, lið Sigurðs Jónssonar þjálfara, 1-1 jafntefli við AIK Solna. Djurgården komst snemma yfir í leiknum en AIK jafnaði metin í uppbótartíma.

Eyjólfur Héðinsson lék fyrstu 67 mínúturnar í liði GAIS sem gerði markalaust jafntefli við Gefle.

IFK Gautaborg er í fjórða sæti deildarinnar með 38 stig, þrettán á eftir toppliði Kalmar. GAIS er í sjöunda sæti með 31 stig og Djurgården í því tíunda með 29 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×