Afmælisbörn hætta við túr 20. nóvember 2008 04:00 Hljómsveitin Brain Police hefur hætt við tónleikaferð sína um Evrópu vegna efnahagskreppunnar. Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkararnir í Brain Police, sem halda upp á tíu ára afmælið sitt á næstunni, hafa hætt við þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu sem átti að standa yfir í nóvember og desember. Ástæðan er hrap íslensku krónunnar. „Ferðin hækkaði um milljón á tveimur vikum þegar allt fór í steik. Evran er núna rúmlega tvisvar sinnum hærri en hún var þegar við fórum síðast út," segir trommarinn Jónbi. „Það var alls ekkert vit í þessu þannig að við slaufuðum þessu. Í staðinn erum við að vinna að nýrri plötu sem við gefum út á næsta ári." Þótt þetta sé hundfúlt segir Jónbi að um lán í óláni hafi verið að ræða. „Við erum búnir að fara í fimm skipti í röð út með sama efni. Í samvinnu við útgefandann (Small Stone Records) komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri viturlegast að gera þetta svona. Í rauninni liggur ekkert á, við erum ekki að missa af neinni lest." Brain Police ætlar að halda upp á tíu ára afmælið 13. desember þegar mikið húllumhæ verður á skemmtistaðnum Amsterdam. Allir þeir sem hafa spilað með hljómsveitinni þennan áratug koma þar fram, þar á meðal söngvarinn fyrrverandi, Vagn Leví Sigurðsson, og gítarleikarinn Búi Bendtsen. - fb
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira