Djasshátíð haldin í ágúst 24. júlí 2008 10:00 Stórhljómsveit Reykjavíkur flytur tónlist eftir Björk Guðmundsdóttur á Jazzhátíðinni í ágústlok. Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónleikastaðirnir verða nokkrir: þrír tónleikar hátíðarinnar fara fram í Háskólabíói. Auk þess verða tónleikar í Iðnó (bæði uppi og niðri), Fríkirkjunni, Organ, Nasa, Rúbín, Norræna húsinu og í tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti, en sá glæsti Vonarsalur skartar einum magnaðasta flygli landsins, Bösendorfer af bestu gerð. Auk þessa verður boðið upp á ókeypis tónleika í miðborginni í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur undanfarið unnið að framtíðaráætlun, nokkurs konar aðalskipulagi, sem gilda á til 2011. Í þeirri vinnu er tekið tillit til mikilvægis þess að hátíðin sé sýnileg allt árið og standi fyrir atburðum sem tefli fram listamönnum sem hér starfa á djasssviðinu og stuðli auk þess að hingaðkomu listamanna og áheyrenda sem auðga megi djasslífið í borginni. Jazzhátíðin nýtur þess að hafa undanfarin ár verið með samstarfssamning við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar og freistar þess nú að koma á þríhliða samningi við menntamálaráðuneytið auk borgarinnar, til að ná fram þeim markmiðum sem unnið er að. Úr einkageiranum nýtur Jazzhátíð fulltingis Bókaverslunar Eymundsson, Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Extón hljóðs og þessa dagana er verið að leggja drög að samstarfssamningi við Iceland Express. Ekki má gleyma því að Menningarsjóður FÍH hefur ætíð stutt við bakið á hátíðinni. Síðast en ekki síst er mikilvægt samstarf við Ríkisútvarpið sem ætíð útvarpar nokkrum tónleikum hátíðarinnar. Jazzdagurinn 2008 verður lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þá verður boðið upp á margslungna dagskrá allan daginn. Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið með tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetningum - og undir stjórn Travis Sullivan, sem rekur sína eigin Bjorkestra í New York. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, María Magnúsdóttir og Dísa sjá um sönginn. Thórshavnar Stórband frá Færeyjum leikur síðan dagskrá byggða á færeyskri tónlist í Norræna húsinu kl. 19 og þar verður Haukur Gröndal sérstakur gestaleikari, en hljómsveitin er á leið til Grænlands í tónleikaferð. Stórtónleikar Jazzdagsins verða í Háskólabíói kl. 21 þegar meistaratrommarinn Ed Thigpen leikur ásamt Scantet sínum. Thigpen er þekktastur fyrir að vera meðlimur tríós Oscars Peterson, en þeir tveir ásamt bassaleikaranum Ray Brown eru tvímælalaust áhrifamestu djassleikarar sögunnar. Jazzdeginum lýkur svo á Nasa með útgáfutónleikum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu sem gefur út nýja blússkotna svíngplötu í aðdraganda hátíðarinnar. Auk Kristjönu mun bandoneonleikarinn Olivier Manoury koma fram ásamt kvartett sínum sem skipaður er nokkrum athyglisverðustu tólistarmönnunum á frönsku djasssenunni þessa dagana. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðum hátíðarinnar: http://www.myspace.com/reykjavikjazzfestival http://www.jazz.is/festival/ Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Nítjánda Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin í borginni dagana 26.-30. ágúst. Að þessu sinni verða á þriðja tug tónleika á þeim fimm dögum sem djassinn dunar í borginni og koma nálægt eitt hundrað listamenn að hátíðinni að þessu sinni. Tónleikastaðirnir verða nokkrir: þrír tónleikar hátíðarinnar fara fram í Háskólabíói. Auk þess verða tónleikar í Iðnó (bæði uppi og niðri), Fríkirkjunni, Organ, Nasa, Rúbín, Norræna húsinu og í tónleikasal SÁÁ við Efstaleiti, en sá glæsti Vonarsalur skartar einum magnaðasta flygli landsins, Bösendorfer af bestu gerð. Auk þessa verður boðið upp á ókeypis tónleika í miðborginni í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur undanfarið unnið að framtíðaráætlun, nokkurs konar aðalskipulagi, sem gilda á til 2011. Í þeirri vinnu er tekið tillit til mikilvægis þess að hátíðin sé sýnileg allt árið og standi fyrir atburðum sem tefli fram listamönnum sem hér starfa á djasssviðinu og stuðli auk þess að hingaðkomu listamanna og áheyrenda sem auðga megi djasslífið í borginni. Jazzhátíðin nýtur þess að hafa undanfarin ár verið með samstarfssamning við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar og freistar þess nú að koma á þríhliða samningi við menntamálaráðuneytið auk borgarinnar, til að ná fram þeim markmiðum sem unnið er að. Úr einkageiranum nýtur Jazzhátíð fulltingis Bókaverslunar Eymundsson, Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Extón hljóðs og þessa dagana er verið að leggja drög að samstarfssamningi við Iceland Express. Ekki má gleyma því að Menningarsjóður FÍH hefur ætíð stutt við bakið á hátíðinni. Síðast en ekki síst er mikilvægt samstarf við Ríkisútvarpið sem ætíð útvarpar nokkrum tónleikum hátíðarinnar. Jazzdagurinn 2008 verður lokadagur Jazzhátíðar Reykjavíkur, en þá verður boðið upp á margslungna dagskrá allan daginn. Stórsveit Reykjavíkur ríður á vaðið með tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í útsetningum - og undir stjórn Travis Sullivan, sem rekur sína eigin Bjorkestra í New York. Söngkonurnar Sigríður Thorlacius, María Magnúsdóttir og Dísa sjá um sönginn. Thórshavnar Stórband frá Færeyjum leikur síðan dagskrá byggða á færeyskri tónlist í Norræna húsinu kl. 19 og þar verður Haukur Gröndal sérstakur gestaleikari, en hljómsveitin er á leið til Grænlands í tónleikaferð. Stórtónleikar Jazzdagsins verða í Háskólabíói kl. 21 þegar meistaratrommarinn Ed Thigpen leikur ásamt Scantet sínum. Thigpen er þekktastur fyrir að vera meðlimur tríós Oscars Peterson, en þeir tveir ásamt bassaleikaranum Ray Brown eru tvímælalaust áhrifamestu djassleikarar sögunnar. Jazzdeginum lýkur svo á Nasa með útgáfutónleikum Kristjönu Stefánsdóttur söngkonu sem gefur út nýja blússkotna svíngplötu í aðdraganda hátíðarinnar. Auk Kristjönu mun bandoneonleikarinn Olivier Manoury koma fram ásamt kvartett sínum sem skipaður er nokkrum athyglisverðustu tólistarmönnunum á frönsku djasssenunni þessa dagana. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á vefsíðum hátíðarinnar: http://www.myspace.com/reykjavikjazzfestival http://www.jazz.is/festival/
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira