Trúbador opnar viðburðasíðu 2. október 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben opnar heimasíðuna Garg.is í dag ásamt Atla Hólmgrímssyni. Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu og eru stofnendur trúbadorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson. „Okkur fannst vanta síðu sem væri ekki full af ónýtum fróðleik um hitt og þetta heldur sýndi meira hvað er að gerast hvar og hvernig maður kemst í það," segir Hlynur. „Þarna verður allt á einum stað, ósköp einfalt og gott." Á síðunni verður hægt að smella annaðhvort á nafn skemmtistaðar eða skemmtikrafts og opnast þá gluggi með frekari upplýsingum eins og heimasíðu viðkomandi og síma. „Þarna verður líka gagnagrunnur sem býður upp á meiri möguleika seinna og þá verður hægt að bjóða upp á alls konar þjónustu en við byrjum smátt og sjáum hvernig fer." Hlynur, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr á árinu, ætlar í pásu sem trúbador því hann hefur stofnað ballsveitina Mono. Hún mun einmitt halda ball á Tunglinu á laugardag í tilefni opnunar Garg.is. Erna Hrönn Ólafsdóttir, sem áður var í Bermuda, ætlar að syngja með sveitinni þetta eina kvöld. „Ég var orðinn svo þreyttur á að sitja einn með kassagítarinn," segir Hlynur, um hina nýju Mono, sem ætlar að láta til sín taka á ballmarkaðinum í framtíðinni. - fb Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ný íslensk heimasíða, Garg.is, verður opnuð í dag. Síðunni er ætlað að veita upplýsingar um tónlistarviðburði á höfuðborgarsvæðinu og eru stofnendur trúbadorinn Hlynur Benediktsson og Atli Hólmgrímsson. „Okkur fannst vanta síðu sem væri ekki full af ónýtum fróðleik um hitt og þetta heldur sýndi meira hvað er að gerast hvar og hvernig maður kemst í það," segir Hlynur. „Þarna verður allt á einum stað, ósköp einfalt og gott." Á síðunni verður hægt að smella annaðhvort á nafn skemmtistaðar eða skemmtikrafts og opnast þá gluggi með frekari upplýsingum eins og heimasíðu viðkomandi og síma. „Þarna verður líka gagnagrunnur sem býður upp á meiri möguleika seinna og þá verður hægt að bjóða upp á alls konar þjónustu en við byrjum smátt og sjáum hvernig fer." Hlynur, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr á árinu, ætlar í pásu sem trúbador því hann hefur stofnað ballsveitina Mono. Hún mun einmitt halda ball á Tunglinu á laugardag í tilefni opnunar Garg.is. Erna Hrönn Ólafsdóttir, sem áður var í Bermuda, ætlar að syngja með sveitinni þetta eina kvöld. „Ég var orðinn svo þreyttur á að sitja einn með kassagítarinn," segir Hlynur, um hina nýju Mono, sem ætlar að láta til sín taka á ballmarkaðinum í framtíðinni. - fb
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira