Rosenborg komst í dag í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar eftir 3-2 sigur á Bröndby í Þrándheimi í kvöld.
Rosenborg vann fyrri leikinn í Danmörku, 2-1. Það fór því um margan þegar að Bröndby komst í 2-1 forystu í kvöld eftir aðeins 35 mínútna leik.
En á síðasta stundarfjórðungnum tókst Rosenborg að skora tvívegis og þannig tryggja sér sæti í næstu umferð keppninnar.
Stefán Gíslason var í byrjunarliði Bröndby í kvöld og lék allan leikinn.