Bölvun á plötu Bob Justman 17. desember 2008 05:15 Kristinn Gunnar Blöndal bíður enn eftir því að sín fyrsta sólóplata komi út. fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira