Frí smáskífa á netið 29. ágúst 2008 06:15 Upptökum á nýrri plötu Skakkamanage er lokið og smáskífa komin á netið. . Fréttablaðið/Daníel R Skakkamanage hefur ákveðið að breiða út boðskapinn og gefa smáskífu með tveimur lögum. Skífuna má nálgast á netinu. „Við erum nýbúin að klára plötu og stefnum á að gefa hana út 1. október. Við ákváðum í tilefni af því að platan er tilbúin að taka tvö lög og setja á netið. Þannig að fólk fái forsmekkinn," segir Svavar Eysteinsson, liðsmaður sveitarinnar. En af hverju að gefa skífuna? „Það er rosalega erfitt að átta sig á hvernig plötumarkaðurinn er, hann er eitthvað svo skrítinn um þessar mundir. Við lifum í stafrænum heimi. Við ákváðum því að í staðinn fyrir að fara út í það fyrirtæki að gefa út þessi tvö lög væri sniðugra að gera þetta svona. Svo er kreppa og enginn á pening. Þá vantar bara að meira af hlutum séu ókeypis," segir Svavar. Smáskífan verður að duga aðdáendum í bili því einhver bið er á tónleikum með sveitinni. „Við erum svolítið hingað og þangað þessa stundina. En það verða örugglega tónleikar með haustinu. Svo verður partí og læti þegar platan kemur út." Svavar vonar að uppátækinu verði vel tekið. „Við vonumst til þess að þetta kveiki gríðarlega eftirvæntingu og löngun eftir nýju plötunni og fólk komi sér saman um að kaupa hana." Smáskífuna má nálgast á skakkapopp.is. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Skakkamanage hefur ákveðið að breiða út boðskapinn og gefa smáskífu með tveimur lögum. Skífuna má nálgast á netinu. „Við erum nýbúin að klára plötu og stefnum á að gefa hana út 1. október. Við ákváðum í tilefni af því að platan er tilbúin að taka tvö lög og setja á netið. Þannig að fólk fái forsmekkinn," segir Svavar Eysteinsson, liðsmaður sveitarinnar. En af hverju að gefa skífuna? „Það er rosalega erfitt að átta sig á hvernig plötumarkaðurinn er, hann er eitthvað svo skrítinn um þessar mundir. Við lifum í stafrænum heimi. Við ákváðum því að í staðinn fyrir að fara út í það fyrirtæki að gefa út þessi tvö lög væri sniðugra að gera þetta svona. Svo er kreppa og enginn á pening. Þá vantar bara að meira af hlutum séu ókeypis," segir Svavar. Smáskífan verður að duga aðdáendum í bili því einhver bið er á tónleikum með sveitinni. „Við erum svolítið hingað og þangað þessa stundina. En það verða örugglega tónleikar með haustinu. Svo verður partí og læti þegar platan kemur út." Svavar vonar að uppátækinu verði vel tekið. „Við vonumst til þess að þetta kveiki gríðarlega eftirvæntingu og löngun eftir nýju plötunni og fólk komi sér saman um að kaupa hana." Smáskífuna má nálgast á skakkapopp.is.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira