Á meðal þess sem frestast hjá Senu er plata Friðriks Karlssonar og Hönsu og safnplötur með Ladda, Savannatríóinu og Páli Rósinkrans. Einnig hefur fyrirtækið hætt við að framleiða plötu Steed Lord, Truth Serum. Kemur það ekki að sök því hljómsveitin mun halda sínu striki, framleiða hana sjálf og reyna að gefa út síðar í mánuðinum. Alls gefur Sena því út 30 plötur í ár í stað 37.
Veljum íslenskt

Hætt við klassíkinaSmekkleysa frestar líklega fjórum plötum úr klassíska geiranum, þar á meðal jólaplötu með Hamrahlíðarkórnum. „Við ætlum að gefa þessu ástandi nokkra daga en ef það dregst mikið lengur hefur það óneitanlega áhrif,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu og bætir við að útgáfan núna sé minni en undanfarin ár.
Plötur með Jeff Who?, Dr. Spock og Bob Justman eru þó allar væntanlegar síðar í mánuðinum.
Enginn Víkingur Heiðar12 Tónar hafa frestað tveimur klassískum plötum, þar á meðal frumburði píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. „Þetta er diskur sem er búið að bíða lengi eftir en við höfum ákveðið að fresta honum fram á Listahátíð þar sem hann kemur fram,“ segir Lárus Jóhannesson hjá 12 Tónum. Útskýrir hann að bankar og fjármálastofnanir hafi hingað til stutt duglega við bakið á klassískum útgáfum en þeir styrkir hafi nú gufað upp og enga peninga sé lengur að fá.
Einnig er óvissa með nýja plötu rokksveitarinnar Gavin Portland vegna gengismála.
Aukinn fjöldi ferðamannaLárus tekur fram að verslun 12 Tóna standi vel fyrir sínu í þessum ólgusjó. „Hún nýtur góðs af auknum fjölda ferðamanna, það er jákvætt. Svo eru útgáfur að „tikka“ erlendis. Maður heldur bara sínu striki og reynir að hafa áhrif á það sem maður getur haft áhrif á.“freyr@frettabladid.is