ÍA gæti mætt Man City í UEFA-bikarkeppninni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2008 14:00 Leikmenn Manchester City fagna marki í vetur. Nordic Photos / Getty Images Það fékkst staðfest í morgun að Manchester City fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni sem prúðasta enska liðið sem hafði ekki þegar tyrggt sér sæti í Evrópukeppnunum. City hafði forystuna á önnur lið í ensku úrvalsdeildinni í þessum efnum en óttast var að rauða spjaldið sem Richard Dunne fékk er City tapaði 8-1 fyrir Middlesbrough í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar hefði kostað þá sætið og að Fulham fengi það í staðinn. Liðunum 74 sem taka þátt í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar er raðað eftir landssvæðum og keppir City á norðursvæðinu ásamt liðum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Færeyjum, Írlandi, Wales og Lúxemborg. Þeim liðum er skipt í tvo styrkleikaflokka og er City í vitanlega í efri styrkleikaflokkinum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni - FH og ÍA. FH er í efri styrkleikaflokkinum og getur því ekki mætt öðrum liðum í þeim flokki í fyrstu umferðinni. ÍA er hins vegar í neðri styrkleikaflokkinum og getur því mætt Manchester City strax í fyrstu umferðinni. Dregið verður í byrjun júní. Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, var vitanlega hæstánægður með tíðindin þó svo að það sé alls ekki víst að hann verði áfram hjá félaginu. „Það er engu líkara að draumur okkar hafi ræst," sagði hann. „Okkur hefur dreymt um að komast í Evrópukeppnina allt tímabilið. Þetta er því skref í rétta átt því markmiðið hjá félaginu er að keppa í Meistaradeildinni og UEFA-bikarkeppnin mjög góður skóli fyrir liðið." Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Það fékkst staðfest í morgun að Manchester City fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni sem prúðasta enska liðið sem hafði ekki þegar tyrggt sér sæti í Evrópukeppnunum. City hafði forystuna á önnur lið í ensku úrvalsdeildinni í þessum efnum en óttast var að rauða spjaldið sem Richard Dunne fékk er City tapaði 8-1 fyrir Middlesbrough í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar hefði kostað þá sætið og að Fulham fengi það í staðinn. Liðunum 74 sem taka þátt í fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarkeppninnar er raðað eftir landssvæðum og keppir City á norðursvæðinu ásamt liðum frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Eistlandi, Færeyjum, Írlandi, Wales og Lúxemborg. Þeim liðum er skipt í tvo styrkleikaflokka og er City í vitanlega í efri styrkleikaflokkinum. Ísland á tvo fulltrúa í keppninni - FH og ÍA. FH er í efri styrkleikaflokkinum og getur því ekki mætt öðrum liðum í þeim flokki í fyrstu umferðinni. ÍA er hins vegar í neðri styrkleikaflokkinum og getur því mætt Manchester City strax í fyrstu umferðinni. Dregið verður í byrjun júní. Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri City, var vitanlega hæstánægður með tíðindin þó svo að það sé alls ekki víst að hann verði áfram hjá félaginu. „Það er engu líkara að draumur okkar hafi ræst," sagði hann. „Okkur hefur dreymt um að komast í Evrópukeppnina allt tímabilið. Þetta er því skref í rétta átt því markmiðið hjá félaginu er að keppa í Meistaradeildinni og UEFA-bikarkeppnin mjög góður skóli fyrir liðið."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira