Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic var í aðalhlutverki í kvöld þegar Ítalíumeistarar Inter unnu 3-2 sigur á Parma í dramatískum leik í Mílanó. Inter var 2-1 undir í leiknum þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
Inter fékk vítaspyrnu þegar tvær mínútur voru eftir þegar dómarinn vildi meina að Fernando Couto hefði varið skot Inter með höndinni. Endursýningar af atvikinu sýndu að þarna var um rangan dóm að ræða, en Ibrahimovic skoraði úr vítaspyrnunni og kláraði svo leikinn með marki í uppbótartíma.
Inter hélt því sjö stiga forystu á toppnum í A-deildinni, en Roma setti aukna pressu á liðið í dag með því að vinna Catania 2-0 á heimavelli í dag.
Úrslitin á Ítalíu í dag:
AS Roma 2 - 0 Catania
Juventus 0 - 0 Sampdoria
Livorno 1 - 0 Empoli
Napoli 2 - 2 Lazio
Palermo 2 - 3 Siena
Reggina 2 - 0 Cagliari
Udinese 0 - 1 AC Milan
Inter Milan 3 - 2 Parma