Varaforseti AC Milan segir að Nelson Dida og Zeljko Kalac verða áfram á mála hjá félaginu á næsta tímabili.
Fjöldamargir markverðir hafa verið orðaðir við AC Milan á undanförnum vikum og mánuðum en Dida hefur ekki þótt upp á sitt besta á tímabilinu.
Mistök hans urðu til að mynda til þess að Esteban Cambiasso tryggði Inter sigur í borgarslagnum fyrir jól.
Zeljko Kalac hefur ekki þótt mikið skárri þegar hann hefur leyst Dida af í fjarveru hans. Hann átti þó mjög góðan leik í gær þegar að AC Milan vann Udinese, 1-0.
„Dida og Kalac verða áfram markverðir AC Milan á næsta ári," sagði Adriano Galliani, varaforseti AC Milan. „Við erum ekki að leita að neinum öðrum."