Burtreið Björns Inga 24. janúar 2008 11:29 Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Ég segi nú alveg eins og er; það verður sjónarsviptir af Birni Inga í borgarmálunum. Hann hefur verið skratti skeleggur, rökfastur og fylginn sér. En umdeildur. Ég sá lengi vel í honum framtíðarpólitíkus sem hæglega hefði getað náð verulegum vegtyllum í flokknum. En það er einhver ólund í Framsókn. Ég á erfitt með að skilja þennan flokk - þótt ég hafi stúderað hann vel og lengi - og er líklega ekki einn um þá skoðun að álíta flokkinn með einhver krónísk innanmein. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknar hefur farið sem pest um allt innra starf hans frá því Steingrímur Hermannsson var og hét - og hélt flokknum saman með sínu milda yfirbragði. Það var ekki fyrr en undir það síðasta í formennsku Steingríms sem örla fór á misklíð, einkanlega vegna Evrópuástar varaformannsins Halldórs sem nálega hafði Steingrím undir í innanflokkskosningu um afstöðuna til Evrópu. Svo var náttúrlega Stefán á Vaðbrekku í svolítilli fýlu um stund á meðan Steingrímur var og hét, en þótti samt svo vænt um gamla formanninn sinn að hann studdi hann leynt og ljóst í klofningsframboðinu sínu um árið. Svo tók Halldór við. Hann missti tökin á sínu fólki - og Guðni hefur ekki enn náð reglu á þetta lið sitt. Flokksklíkurnar hafa plagað flokkinn í upp undir áratug. Svona flokkur hefur ekki þurft á utanaðkomandi óvinum að halda. Hann hefur sjálfur búið við innra ógnarjafnvægi. Afhverju helst Framsókn ekki á ungum upprennandi mönnum; Finni, Árna, Dagnýju og nú Birni Inga? Afhverju gefast allir upp í miðju hlaupinu? Og svo er spurningin þessi: Er orðið of hrollvbevekjandi að komast til metorða í flokknum? Þetta er hrollvekjandi spurning í sjálfu sér ... -SER.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun