Erlent

Furðulegt nýtt spendýr fannst í Tanzaníu

Vísindamenn hafa fundið furðulegt nýtt spendýr af nagdýraætt í fjöllum Tanzaníu. Skepnan hefur hlotið latneska heitið Rhynochocyon udzungwensis og er lýst sem blöndu af lítilli antilópu og smávaxinni mauraætu.

Það voru félagar í Vísindaakademíu Kaliforníu sem fundu dýrið og segir einn þeirra, dr. Galen Rathbun, að þetta sé ein mest spennandi uppgvötvun á ferli sínum.

Myndir náðust af dýrinu árið 2005 en þá var ekki vitað að um áður óþekkta dýrategund væri að ræða. Það var svo fyrir tveimur árum að leiðangur var gerður út til svæðisins og nokkur af dýrunum fönguð. Rannsóknir hafa síðan staðfest að um áður óþekkt dýrategund er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×