Þrútni þriðjudagurinn 5. febrúar 2008 11:04 Spennandi tímar vestur í blessuðum Bandaríkjunum en þar er þrútni þriðjudagurinn runninn upp með nokkrum andfælum. Ég hef verið áhugamaður um bandarísk stjórnmál frá því Nixon var og hét - og það er eiginlega óförunum hans að þakka að ég fékk ódrepandi áhuga á blaðamennsku - og pólitík, erlendum jafnt sem innlendum. Svo kom Jimmy Carter og sá og sigraði gamla Ford haustið 1976 (en Ford er raunar eini Bandaríkjaforsetinn sem stjórnað hefur Hvíta húsinu án þess nokkru sinni að vera kjörinn forseti). Carter var náttúrlega ekki stórkostlegur forseti, enda ósaltaður hnetubóndi að upplagi, en það var sosum í lagi miðað við eftirmennina. Það tóku við trylltir tímar Reagans og tjúlluð árin hans Clintons með Persaflóarinnskoti Bush eldri. Yngri Bush hefur ekki verið neinn föðurbetrungur í friðarumleitunum; skrifaði sig inn í söguna sem forseti hryðjuverkaógnunarinnar en hefur að öðru leyti fátt gert sem festir svipinn í granít. Alltaf svolítið asnalegur á að horfa. Og svo fátt hefur yngri Bushinn reyndar gert heima fyrir að almenningi vestra finnst tími kominn til að breyta. Change ... er lykilorð stjórnmálanna vestra nú um stundir ... og það er á því orði sem Barack Obama siglir brimskaflana af dæmafáum þokka og glæsibrag. Flottur strákur. Hann er eitthvað nýtt ... ekki aðeins hörundsdökkur ... heldur einfaldlega nýtt blóð í bandarískum stjórnmálum. Og talar af aðdáanlegri sannfæringu þótt ég hafi nú reyndar aldrei gert mér almennilega grein fyrir innihaldinu. Ég held samt að Hillary hafi þetta í nótt. Hún er áþreifanlegri en Obama og giska föst stærð. Kona - jú,jú mikil ósköp, en ég held að vesturheimskir séu reiðubúnari að kjósa hvíta konu en svartan karl. Gleymum ekki Bradley-brellunni þegar komið er í kjörklefana. Effektinn a tarna er nefndur eftir svörtum borgarstjórjakandídat í Kaliforníu sem virtist eiga sigurinn vísan um árið - en svo kom annað á daginn þegar atkvæðin höfðu verið talin. Menn sumsé daðra við breytingar í orði en kjósa svo annað á borði. Eru með öðrum orðum íhaldsamari en þeir láta í veðri vaka. Ekki það að ég sé skotinn í Hillary. Bandaríkjamenn eru barasta ekki byltingarmenn. Þeir kjósa kannski breytingar ... en þegar á hólminn er komið kjósa þeir hægfara breytingar. Því hefur verið spáð að McCain beri fremur sigurorð af Hillary en Obama í haustkosningunni. Ég held ekki. McCain er umdeildur Repúblikani í meira lagi - þykir of mildur - og ég held að argasta íhaldið vestra verði kosningunum í meira mæli afhuga með McCain í boði en hefði það úr harðari hauki að moða. Það heldur fleirum heima á kjördag. Altént verður þetta óhemju spennandi. Ég sef lítið í nótt - og mæti krumpaður til vinnu í fyrramál, ef til vill étandi hattinn minn ... en ég reyndar nokkra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Spennandi tímar vestur í blessuðum Bandaríkjunum en þar er þrútni þriðjudagurinn runninn upp með nokkrum andfælum. Ég hef verið áhugamaður um bandarísk stjórnmál frá því Nixon var og hét - og það er eiginlega óförunum hans að þakka að ég fékk ódrepandi áhuga á blaðamennsku - og pólitík, erlendum jafnt sem innlendum. Svo kom Jimmy Carter og sá og sigraði gamla Ford haustið 1976 (en Ford er raunar eini Bandaríkjaforsetinn sem stjórnað hefur Hvíta húsinu án þess nokkru sinni að vera kjörinn forseti). Carter var náttúrlega ekki stórkostlegur forseti, enda ósaltaður hnetubóndi að upplagi, en það var sosum í lagi miðað við eftirmennina. Það tóku við trylltir tímar Reagans og tjúlluð árin hans Clintons með Persaflóarinnskoti Bush eldri. Yngri Bush hefur ekki verið neinn föðurbetrungur í friðarumleitunum; skrifaði sig inn í söguna sem forseti hryðjuverkaógnunarinnar en hefur að öðru leyti fátt gert sem festir svipinn í granít. Alltaf svolítið asnalegur á að horfa. Og svo fátt hefur yngri Bushinn reyndar gert heima fyrir að almenningi vestra finnst tími kominn til að breyta. Change ... er lykilorð stjórnmálanna vestra nú um stundir ... og það er á því orði sem Barack Obama siglir brimskaflana af dæmafáum þokka og glæsibrag. Flottur strákur. Hann er eitthvað nýtt ... ekki aðeins hörundsdökkur ... heldur einfaldlega nýtt blóð í bandarískum stjórnmálum. Og talar af aðdáanlegri sannfæringu þótt ég hafi nú reyndar aldrei gert mér almennilega grein fyrir innihaldinu. Ég held samt að Hillary hafi þetta í nótt. Hún er áþreifanlegri en Obama og giska föst stærð. Kona - jú,jú mikil ósköp, en ég held að vesturheimskir séu reiðubúnari að kjósa hvíta konu en svartan karl. Gleymum ekki Bradley-brellunni þegar komið er í kjörklefana. Effektinn a tarna er nefndur eftir svörtum borgarstjórjakandídat í Kaliforníu sem virtist eiga sigurinn vísan um árið - en svo kom annað á daginn þegar atkvæðin höfðu verið talin. Menn sumsé daðra við breytingar í orði en kjósa svo annað á borði. Eru með öðrum orðum íhaldsamari en þeir láta í veðri vaka. Ekki það að ég sé skotinn í Hillary. Bandaríkjamenn eru barasta ekki byltingarmenn. Þeir kjósa kannski breytingar ... en þegar á hólminn er komið kjósa þeir hægfara breytingar. Því hefur verið spáð að McCain beri fremur sigurorð af Hillary en Obama í haustkosningunni. Ég held ekki. McCain er umdeildur Repúblikani í meira lagi - þykir of mildur - og ég held að argasta íhaldið vestra verði kosningunum í meira mæli afhuga með McCain í boði en hefði það úr harðari hauki að moða. Það heldur fleirum heima á kjördag. Altént verður þetta óhemju spennandi. Ég sef lítið í nótt - og mæti krumpaður til vinnu í fyrramál, ef til vill étandi hattinn minn ... en ég reyndar nokkra ... -SER.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun