Pólitísk endurvinnsla 12. febrúar 2008 10:40 Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Hvernig fer maður að því að endurvinna tapað traust? Í sem skemmstu máli tekur það langan tíma. Í tilviki Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; of langan. Árið mun ekki duga honum. Það er morgunljóst Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðiusflokksins, sagði í viðtali við mig fyrir margt löngu að stjórnmálamenn þrifust aðeins á einu; trausti. Það var rétt hjá honum. Og það er og verður rétt hjá honum. Davíð sagði þetta um það leyti sem hann hvatti félaga Árna Johnsen til að segja af sér þingmennsku eftir stórfelldar ávirðingar um pólitíska spillingu og fingralengd. En hver er þá glæpur Vilhjálms? Stal hann einhverju? Jú, talsverðu trúverðugleika flokksins. Og sjálfs sín sem oddvita. Það ku heita pólitískur glæpur ... -SER.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun