Erlent

Líkurnar aukast á að finna líf á öðrum plánetum

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sennilega séu mun fleiri plánetur sem líkjast jörðinni að gerð í Vetrarbrautinni en áður var talið. Og þar með aukast líkurnar á að líf finnist á öðrum plánetum.

Rannsóknin leiddi í ljós að um helmingur þeirra sóla í Vetrarbrautinni væru með kerfi af plánetum í kringum sig svipað og sólarkerfið hér. Stjarnfærðingar trúa því nú að hundruðir áður óþekktra pláneta sé að finna í Vetrarbrautinni.

Michael Meyer stjarnfærðingur við háskólann í Arizona segir í samtali við BBC að athuganir hafi leitt í ljós að á milli 20 og 60 prósent af sólum í Vetrarbrautinn séu með plánetur úr bergi á sveimi í kringum sig og þar með möguleika á að líf hafi kviknað á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×