Einn leikur var í ítölsku A-deildinni í kvöld. Juventus og Tórínó gerðu markalaust jafntefli í grannaslag. Bæði lið áttu skot í tréverkið í leiknum en tókst ekki að finna leiðina yfir línuna góðu.
Juventus er með 48 stig í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Roma sem er í öðru sæti en á leik til góða. Sá leikur verður á morgun þegar Roma heimsækir topplið Inter sem hefur níu stiga forskot.
Með sigri í þessum leik á morgun fer Inter langleiðina með að tryggja sér ítalska meistaratitilinn þriðja árið í röð.