Luciano Spalletti, þjálfari Roma, er ekki búinn að leggja árar í bát í titilbaráttunni á Ítalíu. Rómverjar eru í öðru sæti, sex stigum á eftir toppliði Inter en Spalletti hefur fulla trú á því að Roma geti endað á toppnum.
Spalletti var að stýra liðinu í sínum 300. leik í ítölsku A-deildinni í dag þegar Roma vann Napoli 2-0. Simone Perrotta og Francesco Totti skoruðu mörk Roma.
Af öðrum úrslitum á Ítalíu í dag má nefna að AC Milan vann 3-1 sigur á Empoli. Pato, Busce og Kaka skoruðu mörk AC Milan sem situr í fimmta sæti deildarinnar.